Vara íbúa við þjónustu Uber

Leigubílstjórar í París mótmæla starfsemi Uber
Leigubílstjórar í París mótmæla starfsemi Uber AFP

Samgönguyfirvöld í Taívan hafa lagt sektir á leigubílaþjónustuna Uber fyrir að starfa ólöglega, en fyrirtækið hefur staðið í miklum deilum í landinu undanfarna mánuði. Talsmaður vegamálastofnunar Taívans sagði í samtali við AFP fréttaveituna að Uber hefði verið skráð sem „upplýsingaveita“, en ekki samgöngufyrirtæki. Þá sagði talsmaðurinn að fjölmargar kvartanir hefðu borist frá leigubílstjórum, sem m.a. hefðu haldið því fram að Uber greiddi ekki skatta með réttum hætti, en stofnunin hefur lagt 30 sektir upp á samtals 80 þúsund Bandaríkjadali á Uber síðan í september fyrir að starfa án leyfis. 33 bílstjórar fyrirtækisins eiga von á sektum fyrir sömu sakir.

Stofnunin hefur varað íbúa Taívans við því að þiggja far með bílum Uber, enda njóti þeir mögulega ekki fullrar lagaverndar ef upp koma deilumál eða ef persónulegum upplýsingum þeirra er lekið.

Þjónustan umdeild víða um heim

Þjón­usta Uber virk­ar þannig að fólk get­ur pantað bíl í gegn­um app í sím­an­um. Fyr­ir­tækið á enga bíla og eng­ir starfs­menn eru hjá fyr­ir­tæk­inu en hins veg­ar geta al­menn­ir borg­ar­ar skráð sig sem bíl­stjóra og teng­ir appið þá við farþega á sama svæði.

Starfsemin var bönnuð í Nýju-Delí fyrr í desember vegna nauðgunarmáls sem upp kom í einum bílanna. Þá hafa dómstólar í Tælandi, Hollandi og Spáni komist að þeirri niðurstöðu að starfsemin sé ólögleg.

Skammt er síðan Ástgeir Þorsteinsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, lýsti yfir áhyggjum af mögulegri komu Uber hingað til lands í frétt mbl.is og sagðist m.a. telja að glæpum myndi fjölga í kjölfarið. Alexander Freyr Einarsson, sem nýtti sér þjónustuna þegar hann var við nám í Bandaríkjunum, benti hins vegar á að bílstjórarnir treystu á einkunnagjöf og ef hún færi undir fjórar stjörnur væru þeir teknir úr umferð. Það væri í raun í höndum viðskiptavinanna sjálfra að gæta þess að almennilegir bílstjórar störfuðu hjá fyrirtækinu og ferðamátinn héldist þannig öruggur.

Bílarnir eru pantaðir í gegnum app í síma
Bílarnir eru pantaðir í gegnum app í síma AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK