Lemon flytur og fer í Hafnarfjörð

Hér verður nýr Lemon staður opnaður
Hér verður nýr Lemon staður opnaður Júlíus Sigurjónsson

Töluverðar breytingar eru framundan hjá veitingastaðnum Lemon þar sem nýr staður verður opnaður við Hjallahraun í Hafnafirði í mars auk þess sem Lemon á Laugavegi verður færður úr núverandi húsnæði við Laugaveg 24 að Laugavegi 56, þar sem verslunin Nikita var áður til húsa.

Nýja húsnæðið á Laugarveginum er á þremur hæðum og mun stærra en núverandi húsnæði. Jón Gunnar Geirdal, eigandi Lemon, segir mikla traffík á Laugarveginum auk mögulegra nýjunga sem síðar verða kynntar hafa kallað á stærra húsnæði. Staðurinn verður fluttur í byrjun mars og vonast Jón Gunnar til þess að ná fullkomnum skiptum þannig að Lemon þurfi ekki að loka á Laugarveginum í flutningunum.

Lemon í Hafnarfirði í apríl

Þá verður Lemon einnig opnaður við Hjallahraun, þar sem Hrói Höttur var áður, um miðjan apríl. Jón Gunnar segir viðskiptavini hafa einna helst kallað eftir nýjum stað í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann segir Lemon á Akureyri vera á teikniborðinu en óljóst sé hins vegar hvenær af því verði.

Lemon sérhæfir sig í ferskum söfum og samlokum en þar er einnig hægt að fá hafragraut, salöt, jógúrt, ávexti og fleiri vörur.

Jón Gunnar Geirdal
Jón Gunnar Geirdal Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK