Fauk í Bjarna á tröppunum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að það hafi fokið svolítið í sig á tröppunum við stjórnarráðið þegar gefið var í skyn að hann og fjármálaráðuneytið væru eitthvað óliðleg varðandi kaup á upplýsingum um óframtaldar eignir Íslendinga erlendis.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðtali við Bjarna í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar. Líkt og mbl hefur áður greint frá sagði Bjarni það ekki koma til greina að greiða fyr­ir gögn um meint skattaund­an­skot Íslend­inga er­lend­is með ferðatösk­um af seðlum. Þá sagði hann málið hafa þvælst alltof lengi fyrir hjá embætti skattrannsóknarstjóra auk þess sem ekki hefði allt staðist sem komið hefði þaðan.

„Því var haldið fram að ráðuneytið hefði sett skilyrði sem gerðu embætti skattrannsóknarstjóra mjög erfitt fyrir,“ er haft eftir Bjarna sem segist hafa staðið í þeirri meiningu að fjármálaráðuneytið hefði greitt fyrir málinu og bætir við að það sé nú komið í ágætis farveg.

Fráleitt fyrirkomulag

Bjarni ræðir einnig um fjármagnshöftin og segir að stór skref þurfi að stíga á árinu. Þá segir hann mjög óheilbrigt eignarhald vera á stærstum hluta fjármálakerfisins og segir fyrirkomulagið á fjármálamörkuðum fráleitt. „Við erum annars vegar með mjög strangar reglur um hverjir megi eiga banka en hins vegar með varanlegar undanþágur til kröfuhafanna til að fara með eignarhaldið. Það hefði kannski verið hægt að réttlæta þetta í eitt til tvö ár, en að þetta fyrirkomulag skuli vera enn í gildi 2015 er einum oft langt gengið,“ segir Bjarni. „Þótt við gerðum ekki neitt annað en að takast á við það værum við samt að stíga stór skref.“

Spurður um viðræður milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafa segir hann það vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að komast að niðurstöðu um ýmis álitaefni. Þegar hún liggi fyrir sé ríkisstjórnin í sjálfu sér ekki til viðræðu um eitt eða neitt. Hann sé þó tilbúinn til að hlusta eftir sjónarmiðum slitastjórnanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK