Seðlabanki Kína lækkar vexti

AFP

Seðlabanki Kína hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig, tveimur dögum eftir verðfallið á hlutabréfamörkuðum í landinu.

Þetta er í fimmta sinn sem bankinn lækkar vextina frá því í nóvember síðastliðnum.

Þá ákvað seðlabankinn jafnframt að lækka bindiskyldu banka um 0,5 prósentustig. Breytingarnar munu taka gildi frá og með morgundeginum.

Mikið verðfall varð á fjármálamörkuðum um allan heim í gær eftir að hrun upp á 8,5% varð á mörkuðum í Kína. Ekki hefur orðið jafn mikið verðfall í Kína síðan árið 2007 og töluðu kínverskir ríkisfjölmiðlar um „svarta mánudaginn“.

Fastlega var búist við því að kínversk yfirvöld myndu bregðast við stöðunni með því að lækka vexti.

Fjárfestar fögnuðu tíðindunum en FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkaði um 3,3% eftir að tilkynnt var um vaxtalækkunina. Þá hækkaði Dax vísitalan í Þýskalandi um 4,4% og franska Cac vísitalan um 4,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK