„Enga heimild fyrir varasjóði“

InDefence á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag.
InDefence á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. mbl.is/Styrmir Kári

InDefence kom á fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag þar sem farið var yfir alvarlegar athugasemdir hópsins við stöðugleikaskilyrðin og áætlanir um afnám gjaldeyrishafta á almenning. Hópurinn hefur spurt hvort verið sé að ganga hagsmuna kröfuhafa fremur en heimila. Seðlabankastjóri kom og svaraði fyrir málið.

InDefence fór yfir fimmtán spurningar til stjórnvalda og spurði meðal annars hvort útganga kröfuhafa slitabúanna myndi ekki takmarka svigrúm til afnáms hafta á almenning. Til þess að afnema höftin þyrfti erlendan gjaldmiðil og að hér væri verið að hleypa kröfuhöfum út úr hagkerfinu með 500 milljarða króna. 

Spurningar InDefence má finna í heild sinni í skjalinu neðst í fréttinni.

Már: Góður horfur

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, svaraði spurningunum stuttlega eftir að hópurinn hafði lokið sér af og sagði stöðugleikaskilyrðin hvorki takmarka svigrúmið né búa til mikið viðbótarsvigrúm. Líkt og áður hefur komið fram sagði hann allar líkur á því að hötum yrði aflétt að loknu aflandskrónuútboði í byrjun næsta árs og sagði horfurnar góðar hvað það varðar. 

Indefence sagði eitt helsta gagnrýnisefnið vera of bjartsýnar spár Seðlabankans. Már sagði spá íslenskra stjórnvalda vera svartsýnni en spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem Seðlabankinn reiknar með minni afgangi af þjónustuviðskiptum og minna innstreymi af beinni fjárfestingu en AGS gerir. Seðlabankinn sagðist vissulega miða við hærri hagvöxt en bætti við að það skipti í raun engu máli hvað uppgjör slitabúanna varðar.

Í samtali við mbl segir Davíð Blöndal, meðlimur InDefence, að þetta sýni einmitt að Seðlabankinn sé að horfa á hagsmuni kröfuhafa en ekki heimilanna og bætir við að eðlilegra hefði verið að kynna áætlanir um afnám hafta á almenning samhliða hinu.

Már sagði engan óstöðugleika fylgja fjármagnshreyfingum sem felast í nettun krafna.

Gætir grundvallarmisskilnings

InDefence spurði jafnframt hvaða áhrif stöðugleikaskattur myndi hafa á fjármálastöðugleika og hvers vegna það hefði ekki verið gerð greiðslujafnaðargreining fyrir stöðugleikaskatt. Már sagði að Seðlabankinn væri sem stjórnvald að taka afstöðu til þeirrar beiðni sem fyrir liggur. 

„Það gætir ákveðins grundvallarmisskilnings á því hvað það er sem við erum að reyna að gera varðandi uppgjör slitabúanna og hugsanlegar undanþágur,“ sagði Már. „Held að hann felist í því að við höfum ekki sem stjórnvald eitthvað val um að velja með ómálefnalegum hætti milli stöðugleikaskatts og uppgjörs á grundvelli stöðugleikaskilyrða og nauðasamninga.“

Hann sagði Seðlabankanum bera að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftum ef skilyrði laga eru uppfyllt og vísaði til þess að mikilvægt væri að hafa það í huga.

„Við höfum enga lagaheimild til að ná út úr þessu uppgjöri einhverjum varasjóði sem á að vera til staðar til að leysa önnur vandamál.“

Már bætti þó við að aðeins meira fengist en þyrfti til þess að halda stöðugleikanum þar sem gjaldeyrisforðinn muni að líkum aukast og skuldastaðan lækka. 

Aðspurður hvort allar eignir slitabúanna yrðu undanþegnar gjaldeyrishöftum þegar búið væri að ganga frá stöðugleikaskilyrðum og hvort kröfuhafar gætu þannig skipt öllum eftirstandandi krónum í gjaldeyri sagði Már það sama gilda varðandi stöðugleikaskattinn- og skilyrðin.

Þegar búið væri að greiða skattinn væru kröfuhafar með frjálsa för. Þeir hefðu að öðrum kosti getað selt banka og eignir sem gætu sprungið út. Munurinn væri að nú búið sé búið að afhenda þessar lágt metnu eignir.

Frétt mbl.is: Hagsmunir kröfuhafa en ekki heimila?

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri sat fyrir svörum.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri sat fyrir svörum. mbl.is/Styrmir Kári
Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar
Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK