„Öllu snúið á hvolf“

Björólfur Thor hefur farið fram á frávísun.
Björólfur Thor hefur farið fram á frávísun.

Tek­ist er á um frá­vís­un­ar­kröfu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar á hóp­mál­sókn sem hlut­haf­ar Lands­bank­ans höfðuðu gegn hon­um fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Lögmaður Björgólfs seg­ir hann mót­mæla því að nokk­ur ein­asti grund­völl­ur sé fyr­ir bóta­skyldu.

Þetta kom fram í máli Reimars Pét­urs­son­ar, lög­manns, við upp­haf mál­flutn­ings í morg­un. Hann sagði skaðabóta­kröfu hlut­hafa byggja á til­hæfu­laus­um og fram­andi ásök­un­um. Í mál­inu sé öll­um hug­mynd­um um áhættu­fjár­fest­ingu snúið á hvolf auk þess sem hið meinta tjón hafi ekki verið rök­stutt nægi­lega vel.

Málið gegn Björgólfi var þing­fest hinn 27. októ­ber sl. Í stefnu máls­ins seg­ir að fé­lags­menn séu all­ir í þeirri stöðu að hafa orðið fyr­ir tjóni vegna þess að þeir áttu hluta­bréf í Lands­bank­an­um sem urðu verðlaus við fall bank­ans 7. októ­ber 2008 og að þeir hafi verið í þeirri stöðu vegna sak­næmr­ar hátt­semi Björgólfs.

Þeir hefðu ekki kært sig um að vera hlut­haf­ar ef upp­lýst hefði verið að Lands­bank­inn lyti stjórn Sam­son, eign­ar­halds­fé­lags Björgólfs, og hefði átt að telj­ast móður­fé­lag hans. Eins ef upp­lýst hefði verið um um­fangs­mikl­ar lán­veit­ing­ar bank­ans til Björgólfs. Hann hafi bæði brotið gegn upp­lýs­inga- og yf­ir­töku­skyldu.

Björgólf­ur hef­ur mót­mælt þessu og sagt illt að dóms­kerfið þurfi að eyða tíma sín­um í þenn­an mála­til­búnað. Hann hef­ur sagt málið vera sprottið af þrá­hyggju Vil­hjálms Bjarna­son­ar, sem eigi sér lít­il tak­mörk.

„Kalla ekki allt ömmu sína“

Fyr­ir dómi vísaði Reim­ar til fram­kvæmd­ar­inn­ar í Banda­ríkj­un­um „þar sem menn kalla ekki allt ömmu sína“ líkt og hann sagði. Þar detti eng­um í hug að hlut­haf­ar geti höfðað mál vegna þess að þeir hefðu selt ef þeir hefðu vitað af ein­hverju. Hann sagði hlut­hafa ein­fald­lega taka mið af þeim upp­lýs­ing­um sem fyr­ir liggja við kaup­in. Á því sem eft­ir ger­ist verði þeir sjálf­ir að axla ábyrgð.

Reim­ar sagði eðli fjár­fest­ing­ar vera þannig að henni geti alltaf hlot­ist tjón. Stefn­end­ur þurfi að út­skýra ná­kvæm­lega hvernig hin meinta bóta­skylda hátt­semi hafi valdið þeim meira tapi en ella hefði orðið. Or­sak­ir þess að hluta­bréf­in fóru niður í núll hefðu ekk­ert með sak­ar­efnið að gera. Tjónið hefði orðið burt séð frá sak­ar­efn­inu.

„Ef - þá hefði“

Í stefn­unni er miðað við að upp­lýs­inga- og yf­ir­töku­skyld­an hafi mynd­ast á ár­inu 2006. Reim­ar sagði rök­semda­færsl­una byggja á „ef, þá hefði“ mál­flutn­ingi, þar sem miðað er við að all­ir hlut­haf­ar hefðu selt sína hluti ef all­ar upp­lýs­ing­ar hefðu legið fyr­ir á þeim tíma. Þetta sagði Reim­ar að einnig mætti nefna ágisk­un. Slík rök­semda­færsla þurfi sér­stak­lega ræki­lega skoðun.

Hann sagði það stór­kost­leg­an ann­marka að í stefn­unni kæmi ekki fram hvert yf­ir­töku­til­boðið hefði átt að vera eða hvort hlut­haf­ar hefðu yfir höfuð tekið því og þannig selt sína hluti.

Þá sé ekki greint frá því hvenær hver og einn meðlim­ur mál­sókn­ar­fé­lags­ins hafi keypt sína hluti eða á hvaða verði. Gera þurfi grein fyr­ir tjóni hvers og eins.

„Það er ótrú­legt að hóp­ur fjár­festa sé hérna kom­inn í mál án þess að gera nokkra grein fyr­ir því hvenær þeir keyptu eða á hvaða verði,“ sagði Reim­ar.

Árni Harðar með meiri­hlut­ann

Við fyr­ir­töku máls­ins í des­em­ber stóðu alls 269 ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki á bak við mál­sókn­ina. Komið hef­ur fram að Árni Harðar­son, stjórn­ar­maður og lögmaður Al­vo­gen, á rúm sex­tíu pró­sent þeirra hluta­bréfa sem eru að baki mál­sókn­inni. Árni og Ró­bert Wessman, for­stjóri Al­vo­gen, hafa átt í löng­um deil­um við Björgólf sem hef­ur m.a. stefnt þeim báðum til greiðslu skaðabóta fyr­ir meint­an fjár­drátt.

Fé­lag Ró­berts, Urriðahæð ehf., sem fer með hlut­ina keypti þá á 25 til 20 millj­ón­ir króna.

Björgólf­ur hef­ur sagt þetta vera hefnigirni hjá Árna, sem hef­ur svarað full­um hálsi og sagt full­yrðing­arn­ar Björgólfs vera bull.

Fyr­ir dómi í morg­un spurði Reim­ar hvaða mögu­lega tjóni þeir sem keyptu hlut­ina eft­ir þrot bank­ans hafi orðið fyr­ir. „Þeir eru bara að kaupa verðlausa hluti og það get­ur ekki verið neitt tjón í því,“ sagði hann.

Tekist er á um kröfuna í héraðsdómi Reykjavíkur.
Tek­ist er á um kröf­una í héraðsdómi Reykja­vík­ur. mbl.is
Í stefnu er miðað við að hluthafar hefðu selt ef …
Í stefnu er miðað við að hlut­haf­ar hefðu selt ef all­ar upp­lýs­ing­ar hefðu legið fyr­ir. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, er formaður málsóknarfélagsins …
Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, er formaður mál­sókn­ar­fé­lags­ins sem held­ur utan um mál­sókn­ina. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK