Aðalmeðferð í máli gegn Björgólfi á næsta ári

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Ljósmynd/Vefur BTB

Aðalmeðferð í máli þriggja málsóknarfélaga hluthafa í Landsbanka Íslands gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fer fram 17. apríl á næsta ári í Héraðsdómi Reykjavíkur. Áætlað er að málið standi yfir í um þrjár vikur með hléum, eða til 9. maí.

Þetta var niðurstaða dómara í dómþingi 25. október en þar kom m.a. fram að lögmenn aðila hefðu lýst öflun sýnilegra sönnunargagna lokið og töldu því málið tilbúið til aðalmeðferðar.

Í gögnum sem mbl.is hefur undir höndum kemur fram hvaða vitni félögin hyggist kalla fyrir dóm sem og þau vitni sem Björgólfur Thor hyggst leiða fyrir dómara. 

Stefna í máli Málsóknarfélags hluthafa í Landsbanka Íslands á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni var fyrst þingfest 29. október árið 2015. Félaginu var síðan skipt upp í þrjú félög árið 2017 eftir að fyrri málsókn var vísað frá. Hlut­höf­un­um var þá skipt upp í hópa eft­ir því hversu lengi þeir höfðu átt bréf í Lands­bank­an­um.

Stefn­end­ur telja að Björgólf­ur hafi með sak­næm­um hætti komið í veg fyr­ir að hlut­haf­ar Lands­bank­ans fengju upp­lýs­ing­ar um um­fangs­mikl­ar lán­veit­ing­ar og einnig að hann hafi brotið gegn regl­um um yf­ir­töku.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/09/25/stefnan_i_postkassanum_hja_bjorgolfi/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert