Stuttar auglýsingar útilokaðar?

Fyrirtækið Úranus, sem Neytendastofa sektaði fyrir villandi auglýsingar, telur túlkun stofnunarinnar vera mjög vafasama og í yfirlýsingu frá lögmanni fyrirtækisins segir það ekki liggja fyrir hvernig stuttar auglýsingar á netinu geti staðist strangar kröfur Neytendastofu.

Þegar er hafið kæruferli til áfrýjunarnefndar neytendamála til að fá ákvörðunina ógilda.

Líkt og fram kom í fyrri frétt mbl var það Toyota á Íslandi ehf. sem kvartaði undan Úranus, en bæði fyrirtækin flytja inn Toyota bíla.

Frétt mbl.is: Sektað fyrir villandi auglýsingar

Í yfirlýsingunni segir að Toyota á Íslandi virðist frekar kjósa að neyta aflsmunar gegn litlum samkeppnisaðila en að þurfa að keppa við verðin á bílum sem Úranus ehf. flytur inn.

Neytendastofa bannaði fyr­ir­tæk­inu árið 2014 að aug­lýsa fimm ára ábyrgð án frek­ari til­grein­ing­ar og að telja ábyrgðar­tíma byrjaðan að líða frá skrán­ing­ar­degi en ekki við af­hend­ingu. Í nýrri ákvörðun Neyt­enda­stofu, sem var birt í dag, seg­ir að þrátt fyr­ir að orðalagi aug­lýs­inga Úranus­ar hafi verið lít­il­lega breytt síðan, væru auglýsingarnar ennþá vill­andi um ábyrgðar­tíma bif­reiðanna. 

„Þá lítillegu breytingu á auglýsingu sem birtist á bland.is og vísað er til í ákvörðun lét Úranus ehf. gera um mitt ár í fyrra, um leið og beint var á að hún gæti verið villandi og löngu áður en Neytendastofa tók ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni frá Úranus.

Á við G.R.R. Martin bók?

„Var þar „fimm ára ábyrgð“ skýrt nánar út og breytt í „fimm ára ábyrgð frá fyrsta skráningardegi.“ Þrátt fyrir að skráningardagur sé sjaldan meira en nokkrum dögum eða vikum frá afhendingardegi hefur Úranus lagt sig fram við að láta það alltaf koma skýrt fram við viðskiptavini sína að ábyrgð sé frá fyrsta skráningardegi á bílum sem þeir flytja inn.“

„Ef orðalagið „fimm ára ábyrgð frá fyrsta skráningardegi“ er að mati Neytendastofu villandi um að ábyrgð sé í fimm ár og hefjist frá fyrsta skráningardegi er erfitt að sjá hvernig nokkur auglýsing getur verið lögleg án þess að vera á þykkt við G.R.R. Martin bók.“

Martin er helst þekktur fyrir bókaseríuna „A Song of Ice and Fire“ sem þáttaserían Game of Thrones er byggð á.

Úranus segir erfitt að standast kröfur Neytendastofu.
Úranus segir erfitt að standast kröfur Neytendastofu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK