Hagnaður Regins tvöfaldast

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður fasteignafélagsins Regins nam 4,4 milljörðum króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um liðlega 2,1 milljarð frá árinu á undan. Þar munar verulega um að matsbreyting fjárfestingareigna hækkaði um tæplega 2,3 milljarða króna á milli ára og nam 3,5 milljörðum á árinu 2015.

Rekstrartekjur námu 5,5 milljörðum króna og jukust um liðlega 16% á milli ára. Leigutekjur jukust um rúmlega 18%. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir var 3,6 milljarðar króna og jókst EBITDA-hagnaðurinn um 19% frá árinu á undan.

Handbært fé frá rekstri nam 2,3 milljörðum króna á síðasta ári en var 1,7 milljarðar árið 2014.

Fasteignirnar 107 talsins

Bókfært virði fjárfestingareigna Regins var 63,9 milljarðar króna í árslok 2015 og jókst um 10,3 milljarða á árinu. Í afkomutilkynningu til Kauphallar kemur fram að eignasafn félagsins samanstandi af fullgerðu atvinnuhúsnæði og átti félagið 107 fasteignir í árslok 2015. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var 272 þúsund fermetrar og útleiguhlutfall var um 97% miðað við tekjur.

Vaxtaberandi skuldir Regins lækkuðu um 6,6 milljarða á síðasta ári og voru 39,5 milljarðar króna í lok árs. Meðalkjör á verðtryggðum lánum félagsins eru 3,95%.

Eigið fé nam samtals 22,3 milljörðum króna í árslok 2015 og var eiginfjárhlutfall 33,4%.

Stjórn Regins leggur til að ekki verður greiddur arður á árinu 2016

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK