Hagnaður Loðnuvinnslunnar jókst um 96%

Loðnuvinnslan skilaði tæplega tveggja milljarða króna hagnaði á síðasta ári.
Loðnuvinnslan skilaði tæplega tveggja milljarða króna hagnaði á síðasta ári. mbl.is/Albert Kemp

Hagnaður Loðnuvinnslunnar jókst um 96% milli ára og nam tæpum tveimur milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári. Tekjur Loðnuvinnslunnar að frádregnum eigin afla voru tæpir tíu milljarða r króna sem er 71% veltuaukning milli ára.

Aðalfundur fyrirtækisins fór fram í gær. Eigið fé félagsins í árslok 2015 var 5,6 milljarðar króna,  sem er 48% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.

Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 milljónir króna.

Í stjórn Loðnuvinnslunnar sitja Lars Gunnarsson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Steinn Jónasson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir. Varamenn eru Björn Þorsteinsson og Högni Páll Harðarson.

Loðnuvinnslan færði eftirtöldum aðilum rúmar 20 milljónir króna í gjöf. Knattspyrnudeild Leiknis fékk níu milljónir króna, Björgunarsveitin Geisli fékk sex milljónir króna vegna bátakaupa, Starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar fékk fimm milljónir króna og áhugamannahópur um Franska daga á Fáskrúðsfirði fékk 600 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK