Kortanotkun hríðféll yfir leiknum

Fáir voru að strauja kortin yfir leiknum.
Fáir voru að strauja kortin yfir leiknum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er ekki ofsögum sagt að íslenska þjóðin sé gagntekin af íslenska knattspyrnulandsliðinu á EM og fögnuðurinn var eftir því þegar Austurríkismenn voru lagðir að velli í gær. Skemmtilegt er að skoða hvernig kortanotkun landsmanna á leikdeginum speglaði þetta stóra áhugamál.

Á meðfylgjandi súluriti frá Valitor sést að Íslendingar voru aðeins kaupglaðari en ella fyrri hluta gærdagsins. Væntanlega voru margir þá að kaupa aðföng fyrir fótboltateiti dagsins.

Strax kl. 15.30 fór notkun að minnka og kl. 16.00, þegar kortanotkun byrjar fyrir alvöru að aukast á venjulegum degi, hríðféll notkunin.

Í hálfleik, kl. 16.50, má sjá stökk upp aftur og notkunin er svo í sögulegu lágmarki milli kl. 17.40 og 17.50 þegar allt ætlaði um koll að keyra.

Strax upp úr 18.30 er notkunin síðan aftur komin á venjulegt ról.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK