Óttar sker sig úr hjá lögmönnum

Óttar Pálsson.
Óttar Pálsson.

Óttar Pálsson, lögmaður á lögfræðistofunni Logos og stjórnarmaður í ALMC, sem áður hét Straumur, er tekjuhæsti lögfræðingur landsins með 26,2 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í morg­un.

Í blaðinu er birt­ur listi yfir tekj­ur rúm­lega 3.725 Íslend­inga. Könn­un­in bygg­ist á álögðu út­svari eins og það birt­ist í álagn­ing­ar­skrám. Frjáls versl­un árétt­ar að í ein­hverj­um til­vik­um kann að vera að skatt­stjóri hafi áætlað tekj­ur.

Í tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar er tekið fram að um út­vars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. „Mun­ur­inn get­ur fal­ist í laun­um fyr­ir setu í nefnd­um og önn­ur auka­störf og hlunn­indi vegna kauprétt­ar­samn­inga. Jafn­framt hafa marg­ir tekið út sér­eign­ar­sparnað en hann telst með í út­svars­skyld­um tekj­um,“ seg­ir í blaðinu.

Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa markaða og fyrrverandi yfirlögfræðingur MP Straums er önnur á listanum með 9,9 milljónir í tekjur á mánuði. Þröstur Ríkharðsson, hæstaréttarlögmaður hjá Meritas er í þriðja sæti með 4,4 milljónir á mánuði.

Ragnar Björgvinsson, héraðsdómslögmaður og lögfræðingur hjá Glitni er fjórði á listanum með 4 milljónir í tekjur á mánuði.

Karl Axelsson hæstaréttardómari er í 15. sæti listans með 2,1 milljón í tekjur á mánuði og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, er í 17. sæti með 2,1 milljón. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er í 20. sæti með 2 milljónir á mánuði og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og hæstaréttarlögmaður hjá Veritas lögmönnum, er í 21. sæti.

Uppfært kl 14:19: Í upphaflegri frétt mbl.is kom fram að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi lögfræðistofunnar Draupnis, væri tekjuhæsti lögfræðingur landsins með 28,8 milljónir í mánaðartekjur. Um villu hjá Frjálsri verslun reyndist að ræða og hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því. 

Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa markaða.
Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa markaða.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK