Volkswagen semur við Verne Global

Verne Global opnaði gagnaver við Ásbrú árið 2012.
Verne Global opnaði gagnaver við Ásbrú árið 2012. Mynd/Verne Global

Bílaframleiðandinn Volkswagen mun á næstunni verða einn af viðskiptavinum Verne Global gagnaversins sem er að Ásbrú í Reykjanesbæ, en bílaframleiðandinn ætlar sér að setja upp tölvubúnað í verinu til að keyra öfluga gagnareikninga sem notaðir eru af framleiðandanum við gerð á „bílum og bíltækni í fremstu röð“. Gert er ráð fyrir að keyrsla tölvubúnaðarins muni þurfa 1 MW af raforku.

Greint er frá þessu á heimasíðu Business Wire þar sem er vitnað í Harald Berg, yfirmann upplýsingatækni hjá Volkswagen Group sem segir búnað Verne Global veita fyrirtækinu fljótlega og auðveldlega getu til keyrslu gagna.

Volkswagen er ekki fyrsti bílaframleiðandinn til þess að notfæra sér Verne Global en BMW leigði pláss hjá Ver­ne Global árið 2012, sama ár og gagnaverið hóf starfsemi sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK