Hagnaður Wells Fargo dregst saman

AFP

Hagnaður bandaríska bankans Wells Fargo minnkaði um 2% á þriðja fjórðungi ársins. Fór hagnaðurinn úr 5,8 milljörðum Bandaríkjadala í 5,64 milljarða milli ára.

Bankinn hefur verið töluvert í umræðunni eftir að upp komst að starfsmenn hans hefðu stofnað yfir tvær milljónir reikninga án leyfis viðskiptavina til að ýta undir sölutölur. Í síðasta mánuði var bankinn sektaður um 185 milljónir bandaríkjadala af bandaríska fjármálaeftirlitinu og bankastjórinn John Stumpf sagði af sér í vikunni.

Þá hefur bankinn rekið um 5.300 starfsmenn í tengslum við málið.

Að sögn bankans dróst hagnaðurinn saman þar sem lagakostnaður jókst. Fastur kostnaður fór úr 12,9 milljörðum Bandaríkjadala í 13,3 milljarða milli fjórðunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK