Hagnaður Goldman Sachs rauk upp

Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York. AFP

Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs jókst um 58% á síðasta ársfjórðungi milli ára. Hagnaðurinn fór úr 1,33 milljarði punda fyrir ári í 2,1 milljarð punda, jafnvirði 294 milljarða íslenskra króna. 

Í tilkynningu frá bankanum segir að hægt sé að tengja hagnaðinn við aukin skuldabréfa- sölu- og gjaldmiðlaviðskipti. Tekjur bankans jukust um rúman þriðjung og voru 1,96 milljarðar punda.

Fyrr á árinu greindu stjórnendur bankans frá því að yfirbygging hans yrði minnkuð um 700 milljónir bandaríkjadali á ári eða 7,9 milljarða íslenskra króna. Það varð til þess að starfsmönnum bankans fækkaði um 5%.

Í nýbirtu uppgjöri bankans kemur fram að launakostnaður hafi hækkað um 36% á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK