Horn kaupir Hópbíla og Hagvagna

Eignarhald Hópbíla og Hagvagna skiptir nú um hendur og Horn …
Eignarhald Hópbíla og Hagvagna skiptir nú um hendur og Horn III tekur við. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framtakssjóðurinn Horn III hefur keypt fyrirtækin Hópbíla og Hagvagna samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Seljendur eru Gísli J. Friðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, og tengdir aðilar.

Hagvagnar hafa annast akstur á vegum Strætó, samkvæmt samningi, einkum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hópbílar er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri hópferðabifreiða.

Í ársreikningi fyrir árið 2015 kemur fram að velta ársins losaði 1,6 milljarða króna. Hagnaður ársins var 273 milljónir. Athygli vekur að meðal tekjuliða er liðurinn „Sala; strætó“ og nemur hann 538 milljónum, þá eru færðar á liðinn „Akstursþjónusta fatlaðra“ 604 milljónir.

Í efnahagsreikningi eru bifreiðar og tæki bókfærð á 641 milljón króna og eigið fé 601 milljón króna, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK