Íslandsbanki kveður Kirkjusand

Höfuðstöðvar Íslandsbanka voru við Kirkjusand í 20 ár.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka voru við Kirkjusand í 20 ár. mbl.is/Eggert

Sameinuð útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut verða opnuð á mánudaginn við Suðurlandsbraut. „Við erum að kveðja Kirkjusand núna,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, í samtali við mbl.is en höfuðstöðvar bankans sem voru við Kirkjusand í tvo áratugi hafa nú verið fluttar í Norðurturn Smáralindar.

Ákvörðun um flutning höfuðstöðvanna var tekin í apríl á síðasta ári. Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér kom fram að með breytingunni verði starf­semi höfuðstöðva, sem í dag fer fram á fjór­um stöðum, sam­einuð und­ir einu þaki þar sem 650 starfs­menn munu starfa. Mik­il hag­kvæmni fylg­ir sam­ein­ing­unni en sam­an­lagður fer­metra­fjöldi höfuðstöðva­starf­semi fer úr 13.900 í 8.600 fer­metra í Norðurt­urn­in­um.

Raka­skemmd­ir fundust í höfuðstöðvum bank­ans á Kirkju­sandi og hófust í kjölfarið viðamikl­ar rann­sókn­ir sem hafa staðið yfir á hús­næðinu ásamt því að það var hreinsað með það að mark­miði að lág­marka áhrif á starfs­fólk.

Verður stærsta útibú bankans

Að sögn Eddu er útibúið það eina sem eftir er af starfsemi bankans við Kirkjusand og eins og fyrr segir verður síðasti dagur þess á morgun. Með sameiningunni verður útibúið á Suðurlandsbraut stærsta útibú bankans en þau eru 14 talsins.

Spurð hvort hún sé bjartsýn á að sameiningin gangi vel svarar Edda því játandi og segir starfsfólk bankans ýmsu vant. „Við sameinuðum til að mynda 3 útibú í desember og það gekk mjög vel.“

Unnið er að endurbótum á útibúinu á Suðurlandsbraut sem mun opna undir heitinu Laugardalur og verður það opnað 10. apríl. Í millitíðinni verður útibúið starfrækt á 2. og 3. hæð Suðurlandsbrautar. Engar breytingar verða á reikningsnúmerum viðskiptavina vegna sameiningarinnar. 

 

 

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.
Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. Ljósmynd/Ari Magg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK