Alltaf til 20 kg poki af hrísgrjónum

Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa …
Mikið er um að vera í Kauptúni í Garðabæ þessa dagana þar sem stefnt er að opnun Costco. mbl.is/Golli

Í hverju Costco-vöruhúsi er einungis hægt að fá í kringum 3.800 vörutegundir hverju sinni. Um er að ræða marga vöruflokka en fáar tegundir í hverjum þeirra. Costco er þekkt fyrir stórar umbúðir og magnsölu en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, staðfestir þetta og segir að alltaf verði hægt að nálgast 20 kg poka af hrísgrjónum í vöruhúsinu.

Þetta kemur fram í viðtali hagfræðideildar Landsbankans við Pappas.

„Á heilu ári gætu kúnnarnir okkar séð tólf þúsund vörutegundir af því að við skiptum þeim svo ört út,“ segir Pappas. „Um þriðjungur eru vörur sem við seljum alltaf – þú getur til dæmis alltaf gengið að 10 kílóa poka af sykri eða 20 kílóa poka af hrísgrjónum sem vísum. Annar þriðjungur eru árstíðabundnar vörur, útilegubúnaður á vorin og sumrin, skíði, sleðar og skautar um vetur og jólaskraut um jólin, svo að einhver dæmi séu nefnd. Síðasti þriðjungurinn eru svo tækifærisvörur, vörur sem fólk kaupir í hálfgerðri fjársjóðsleit. Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér. Þú mætir kannski til að kaupa þér grillaðan kjúkling og sjampó en sérð svo tilboð á golfkylfum sem þú getur ekki látið fram hjá þér fara.“

Hér að neðan er hægt að horfa á brot úr viðtali Landsbankans við Steve Pappas.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK