„Það var kominn tími á að endurnýja“

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. mbl.is/Ófeigur

Það er tómlegt um að litast í verslun Hagkaupa á fyrstu hæð í Kringlunni en þessa dagana stendur yfir rýmingarsala á öllum lagernum. Eftir helgi taka við framkvæmdir við uppsetningu á nýrri verslun sem mun opna í október en markmiðið er að breyta útlitinu og bæta nýtinguna með sama móti og í Smáralind. 

„Við ákváðum að ráðast í framkvæmdir þegar tækifæri gafst og það er engin spurning um að það var kominn tími á að endurnýja. Verslunin var síðast endurýjuð að hluta 1999 þegar Ný­kaup var opnað en þetta er mikið af sömu tækjunum og innréttingunum,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. 

mbl.is/Ófeigur

Frétt mbl.is: Loka Hagkaup á annarri hæð

„Öll baksvæði og vinnslurými eru eins og þau voru við opnun Kringlunnar en það hefur orðið mikil breyting á rekstrarumhverfinu síðan þá. Þessar endurbætur skapa möguleika til að hanna svæði upp á nýtt miða við núverandi umhverfi. Við náum að stækka verslunargólfið um 600 fermetra þannig að allur reksturinn er kominn á eina hæð sem felur í sér gríðarlega hagræðingu.“

Baka til eru mörg handtök framundan.
Baka til eru mörg handtök framundan. Ófeigur Lýðsson

Gömlu gildin eiga enn við

Í byrjun árs var greint frá því að breytingar væru í vændum í Kringlunni. Efri hæð verslunarinnar yrði lokað vegna fyrirhugaðra framkvæmda en ráðgert er að H&M komi í hennar stað í haust. Á báðum hæðum var verslunin um 7700 fermetrar en eftir framkvæmdirnar verður hún einungis á neðri hæðinni, 3600 fermetrar að stærð. 

„Svona rekstur gengur út á að selja sem mest á hvern fermetra. Gömlu gildin hans Pálma [Jónssonar í hagkaup] eiga enn við, það þarf alltaf að nýta fermetrana sem best og passa upp á að sú nýting sé með vörum sem viðskiptavinurinn vill. Í þessu breytta samkeppnisumhverfi þurfum við að bregðast við og draga fram sterku hliðarnar.“

Þykktin á gólfinu auðveldar ekki verkið.
Þykktin á gólfinu auðveldar ekki verkið. Ófeigur Lýðsson

Fyrirmyndin í Smáranum

Kostnaðurinn við fjárfestinguna hleypur á hundruðum milljóna en stefnt er að því að opna fyrir viðskiptavinum 21. október, eða í kringum 30 ára afmælishátíð Kringlunnar. Ráðist var í samskonar framkvæmdir í versluninni í Smáralind í fyrra og segir Gunnar að afraksturinn hafi verið vonum framar. 

„Við fengum frábærar móttökur í Smáralind. Viðskiptavinum fjölgaði og söluaukning er í tveggja stafa tölu á mun færri fermetrum,“ segir Gunnar en verslunin í Smáralind minnkaði um 4800 fermetra sem er rétt tæplega helmingur af því sem áður var.  

Ófeigur Lýðsson

Snýst ekki bara um verð

Gunnar segir að verslunin verði hlýlegri ásýndar eftir breytingarnar, ekki jafn hvít og skær. Við innganginn verður kaffihús og snyrtivörudeild og ferskvörudeildin verður hönnuð þannig að hún líkist markaðstorgi. Þá verður kjötborðið sérlega veglegt að sögn Gunnars. 

„Á þessum markaði erum við ekki bara að keppa í verðum heldur einnig ímynd, upplifun og vöruúrvali. Við gerum út á að vera með vörur sem eru spennandi og öðruvísi en aðrir eru með.“ 

Að neðan má sjá teikningar sem gefa mynd af nýju versluninni. 

Horft framan á innganginn.
Horft framan á innganginn. Teikning/Hagkaup
Ferskvörudeildin tekur miklum breytingum.
Ferskvörudeildin tekur miklum breytingum. Teikning/Hagkaup
Teikning/Hagkaup
Lagt verður mikið upp úr kjötborðinu.
Lagt verður mikið upp úr kjötborðinu. Teikning/Hagkaup
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK