Arion banki fjármagnar HS Orku og Brúarvirkjun

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, og Ásgeir Margeirsson, forstjóri …
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, og Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. mbl.is/Aðsend

Arion banki og HS Orka hafa undirritað samning sem snýr að heildarfjármögnun HS Orku. Um er að ræða lánsfjársamning sem meðal annars mun nýtast til uppbyggingar Brúarvirkjunar í Biskupstungum auk þess sem fjármögnunin mun nýtast til frekari þróunar verkefna sem tengjast Reykjanesvirkjun og uppgreiðslu eldri lána. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Arion banka. 

„Við erum mjög ánægð með að hefja samstarf með Arion banka á þessum tímapunkti. Það eru mörg spennandi verkefni fram undan hjá HS Orku og traustir samstarfaðilar sem hafa skilning á því umhverfi sem við vinnum í eru afar mikilvægir. Við vonumst til þess að þetta samstarf muni vera til hagbóta fyrir bæði fyrirtækin til lengri tíma,“ er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK