Stjórnvalda að taka á ofþenslu en ekki seðlabankans

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabanka Íslands á algjörum villigötum þegar kemur að stýrivöxtum í landinu. Hann telur rétt að keyrt sé á neikvæðum stýrivöxtum þannig að ekki þrengi um of að heimilum og fyrirtækjum í landinu.

Þetta kemur fram í snörpu viðtali við hann í Dagmálum þar sem Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja er einnig gestur. Hörður er ósammála Vilhjálmi og segir það óðs manns æði að ætla að lækka vexti niður fyrir verðbólguna í því þensluástandi sem nú ríkti.

„Ef þið sjáið það ekki, þá er bara eitthvað að,“ svaraði Vilhjálmur og vísar til þess að greiðslubyrði fólks hafi stökkbreyst og fannst lítill skilningur hjá viðmælendum sínum á stöðu mála í samfélaginu. Var honum þá mótmælt nokkuð hressilega.

Vilhjálmur segir það hlutverk stjórnvalda að ná tökum á þenslunni í hagkerfinu og virðist líta svo á að Seðlabankinn og aðgerðir hans tilheyri ekki hinu opinbera stjórnkerfi.

„Hann er að botnfrjósa allt hér,“ segir Vilhjálmur þegar hann lýsir aðgerðum Seðlabankans og kallar það „helfararleið“ sem bankinn sé á.

Viðtalið við Hörð og Vilhjálm má hlusta á og sjá í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK