Hugsaði mögulega eins og rækja

Sigurður Friðriksson, oftast nefndur Diddi Frissa, var til sjós í 45 ár og rak eigin útgerð með góðum árangri í áratugi. Stundum hefur því verið haldið fram að öflugir veiðimenn hugsi eins og bráðin og Diddi segir ekki útilokað að hann hafi á tímabilum hugsað eins og rækjan sem hann veiddi.

Hann var stórtækur á miðunum í mörg ár og var oft fengsælli en aðrir skipstjórar á miðunum.

Hann er gestur Dagmála og ræðir ferilinn bæði meðan á sjómannsárunum stóð og einnig eftir að þeim sleppti. Nýverið kom út ævisaga hans sem Ásmundur Friðriksson, alþingismaður hefur skrásett.

Ásmundur segir að Diddi sé ferkantaður í hugsun og hafi sett eigin stefnu í lífi og starfi. Og það tekur viðfangsefni bókarinnar undir í viðtalinu. Í viðtalsbrotinu sem birt er hér að ofan segir Ásmundur skemmtilega sögu af karli sem lýsir þessum persónueinkennum ágætlega.

Það má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK