10.000 fréttir dag hvern

Þessa dagana birtast tugir þúsunda frétta um Ísland í erlendum miðlum á degi hverjum. Tengist það eldsumbrotunum á Reykjanesi. Á tímabili voru fréttirnar 25 þúsund á dag.

Þetta bendir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, á í samtali í nýjasta þætti Dagmála.

Segir hann að lengi hafi reynst erfitt að tryggja réttan og yfirvegaðan fréttaflutning af atburðunum á Reykjanesi. Léttara hafi reynst að gera það eftir að eldsumbrotin hófust þar sem þá hafi dregið úr vangaveltum um mismunandi mögulegar sviðsmyndir.

Bendir Jóhannes einnig á að ferðamálastjóri eigi nú aðild að viðbrögðum almannavarna þegar mikið gengur á. Það hafi skipt sköpum að undanförnu.

Viðtalið við Jóhannes Þór má sjá og heyra hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK