Delta hefur flutt tæpa eina milljón farþega til Íslands

Um 70% allra farþega Delta Air Lines til Íslands taka …
Um 70% allra farþega Delta Air Lines til Íslands taka tengiflug innan Bandaríkjanna til að komast til landsins.

Ísland er og verður segull fyrir ferðamenn frá Bandaríkjunum. Það er engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram.

Þetta segir Ilse Janssens, sölustjóri bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines í Evrópu, í samtali við ViðskiptaMoggann en hún var nýlega stödd hér á landi.

Delta Air hefur flutt um 950 þúsund farþega til Íslands frá því að félagið hóf reglubundið áætlunarflug hingað til lands frá New York árið 2011. Delta Air bætti við flugi frá Minneapolis 2016 og í fyrra hóf félagið reglulegt flug frá Detroit. Umrædd áætlunarflug eru öllu jafna flogin frá vori fram á haust.

„Það hefur verið góð sætanýting í áætlunarfluginu til Íslands og bókanir fyrir sumarið líta vel út,“ segir Ilse.

Dvelja í 5-7 nætur

- Það er mikið rætt um mikilvægi þess að fá meira af betur borgandi ferðamönnum til Íslands. Vitum við mikið um það hvernig ferðamenn eru að koma með ykkur til landsins?

„Það sem við vitum er að flestir sem fljúga með okkur dvelja á Íslandi í 5-7 nætur. Miðað við þá tímalengd má ætla að þeir verji bæði tíma og fjármagni í landinu. Við sjáum líka að viðskiptavinir eru að nýta sér mismundandi vöruframboð félagsins, þ.e. bæði hefðbundið fargjald en eins þær uppfærslur sem eru í boði hjá okkur,“ segir Ilse.

„Að því sögðu þá höfum við ekki lagt áherslu á einn markhóp frekar en annan, heldur erum við meira að horfa til þess að bjóða upp á þessi flug þannig að viðskiptavinir okkar hafi um fleiri áfangastaði að velja og geti nýtt sér þjónustu okkar, sem þeir svo sannarlega gera.“

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK