Óli Stef stöðvaði umferð á Laugavegi

Hingað og ekki lengra, sagði Ólafur.
Hingað og ekki lengra, sagði Ólafur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og fyrrverandi landsliðsmaður, brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.

Ljósmyndari mbl.is átti leið hjá þegar Ólafur hélt viðburðinn Kakó og undrun, sem er hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis.

Eins og sjá má á ljósmyndunum heldur Ólafur á kakóbolla og einhverjum furðuhlutum, eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna.

Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.

Kakó og undrun með Óla Stef.
Kakó og undrun með Óla Stef. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ólafur forðast áreksturinn fimlega.
Ólafur forðast áreksturinn fimlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert