„Þetta er magnað gos“

Geldingadalir.
Geldingadalir. mbl.is/Unnur Karen

Eldgosið í Geldingadölum er aftur tekið við sér eftir að óróinn í því datt niður síðdegis í gær. 

„Um klukkan fimm í gær virtist virknin lognast út af og það varð mjög rólegt frá fimm og fram til svona hálftólf, þá jókst óróinn aftur og virknin sömuleiðis og það var svolítið sjónarspil að sjá; þetta lýstist allt upp,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Í nótt hófst hviðuhegðun aftur í gosinu. 

„Um klukkan hálfþrjú hófst aftur þessi gospúls eða hviðuvirkni síðan. Þetta er magnað gos. Þetta er aðeins hægari taktur núna en í gær, lengri púlsar en í gær þegar það voru nokkrir púlsar á klukkustund, núna eru þeir kannski tveir og hver tekur lengri tíma,“ segir Salóme. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert