Sigurður Erlingsson - haus
15. desember 2010

Það sem aðrir hugsa um þig

Ef það að aðrir hafi trú á þér eða draumum þínum væru skilyrði fyrir velgengni, myndu flest af okkurbaktal_1048292.jpg aldrei koma neinu í framkvæmd.  Þú verður að byggja ákvörðun þína um hvað þig langar til að gera, á draumum þínum  og þrám - ekki á draumum, þrám, skoðunum og mati foreldra þinna, vina, maka, barna eða samstarfsmanna. Hætta að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk hugsar um þig, fylgdu hjartanu þínu.

 18/40/60 regla Daniels Amens er eftirfarandi:  Þegar þú ert 18 ára hefur þú áhyggjur af því hvað allir í kringum þig hugsa um þig; þegar þú ert 40, er þér alveg sama hvað aðrir hugsa um þig; þegar þú ert 60 ára, þá áttar þú þig á því að enginn hefur verið að hugsa um þig í raun og veru.

Ertu undrandi,  mestan tímann, þá hefur enginn verið að spá í hvað þú ert að gera.  Þeir eru allt of uppteknir af sínu eigin lífi og ef þeir eru að hugsa um þig, þá eru þeir að spá í hvað þú ert að hugsa um þá.  Fólk hugsar um sjálft sig, ekki þig!  Hugsaðu um það - allan þann tíma sem þú hefur eytt í að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk heldur um hugmyndir þínar, markmið, drauma, um fötin þín, hárið þitt, heimilið.... þú hefðir frekar átt að eyða þeim tíma í að ákveða hvað þú ættir að gera til að ná markmiðum þínum og draumum.

mynd
8. desember 2010

Spurðu - til að ná árangri.

Sagan er full af dæmum um fólk sem notið hefur gífurlegrar velgengni í lífinu, náð alveg ótrúlegum árangri, með því einfaldlega að spyrja spurninga.  Því er það alveg ótrúlegt, að það að spyrja sem er ein öflugast leiðin til að ná árangri og njóta velgengni, sé ennþá áskorun sem heldur aftur af flestu fólki. Ef þú ert ekki hræddur við að spyrja hvern sem er um hvaða hlut sem er, þá getur þú… Meira
mynd
3. desember 2010

Elskaðu sjálfan þig og aðra

Hvaða hugmyndir koma upp hjá þér, þegar þú hugsar um ást? Hlýjar, en reikular tilfinningar - hjalandi börn, ástarsambönd, tryggð og alúð eru nokkur atriði sem tengjast orðinu. Hefur þú einhverjar "reglur" og væntingar varðandi orðið, svo sem hvernig fólki beri að umgangast þá er það elskar, eða hvern getur elskað og hver ekki, eða hvernig fólk ætti að tjá ást sína? Öll slík mótuð viðhorf… Meira
mynd
2. desember 2010

Hverju trúir þú?

Er það raunverulega mikilvægt að hugleiða hver eru þau megin atriði sem þú trúir á? Skiptir máli hvaða grundvallar skoðun þú hefur um sambönd, um heilbrigði þitt, fjármál, getu eða frama? Þú sérð heiminn í gegnum það sem þú,, trúir á ". Það sem þú trúir á er það sem þú sérð. Ef þú trúir að heimurinn sé fullur af grimmu fólki, þá er það það sem þú sérð - fullt af grimmu, ósanngjörnu fólki. Ef… Meira
mynd
29. nóvember 2010

Kærleikur og þakklæti

Ást bindur fjölskyldur sama og ást er grunnurinn í tilveru hvers einstaklings. Ástin sem bindur fjölskyldur saman er oft tekin sem sjálfsögð. Ef við gætum skoðað undir yfirborðslega framhlið sem fjölskyldur sýna öðrum, mundum við stundum sjá átök, afprýðisemi, ótta og hatur og  kvíða fyrir alla að hittast á hátíðisdögum eða á öðrum viðburðum sem fjölskyldur almennt deila saman. Skoðum betur… Meira
mynd
24. nóvember 2010

Að lifa lífinu eins og þú vilt hafa það !

Heldur þú að það sé mögulegt að þú getir lifað lífinu út frá þínum væntingum?  Getur þú látið markmið og drauma úr öllum sviðum lífs þíns verða að veruleika?  Eru einhver markmið sem þú hefur og vilt að verði að veruleika á næstu 12 mánuðum? Nú líður að áramótum, tímamót þar sem margir líta yfir farinn veg og fyllast krafti, setja sér ný markmið í átt að betra lífi. Þeir sem hafa hugsað… Meira
mynd
20. nóvember 2010

Mikilvæga augnablikið

Thomas Edison Napoleon Hill Móðir Teresa Hvað á þetta áhrifamikla fólk sameiginlegt? Einhvern tímann hefur hver einstaklingur upplifað stað í lífinu þegar þeir hafa   staðið frammi fyrir mikilvægri upplifun sem breytti lífinu. Sumir hafa jafnvel upplifað röð atburða sem breytti algjörlega stefnu þeirra í lífinu varanlega. Ég kalla þessar upplifanir, mikilvæga augnablikið. Mikilvæga… Meira
mynd
17. nóvember 2010

Særðar tilfinningar - Sært hjarta

Einn félagi minn sem ég var að spjalla við um daginn, sagði mér að hann væri þreyttur á upplifa sjaldan hamingju og gleði. Hann er rúmlega fertugur, giftur og á börn.   „Ég man þegar ég var lítill strákur, þá var ég oft glaður og fullur af eftirvæntingu fyrir lífinu. En foreldrar mínir studdu ekki við mig. Þau voru áhugalaus um að styðja við það sem ég hafði áhuga á  um að örva… Meira
mynd
14. nóvember 2010

Fyrirgefning

Fyrirgefning er leið til að sleppa. Samt eru svo margir sem líta á að fyrirgefning sé það sama og að gefa eftir, að láta eitthvað viðgangast eða sem veikleikamerki.  Eins og að fyrirgefa einhverjum eða sjálfum sér sé samþykki á áframhaldandi virðingarleysi eða misnotkun.  Með því að fyrirgefa ekki, erum við í raun að skaða okkur sjálf meira heldur en upphaflegi skaðinn var. Þegar við… Meira
mynd
10. nóvember 2010

Hvar er gleðin?

Ég hef hitt fólk sem við fyrstu sýn virðist hafa allt sem þarf.  Það hefur jafnvel farsælan starfsferill, góða vini, gott hjónaband, heilbrigð og frísk börn, hluti sem margir aðrir sækjast eftir að hafa. En "hamingjuna" vantar .  Þau eru ekki að upplifa gleði, og þau eiga erfitt með að benda á hvað það er  sem vantar. Eftir að hafa skoðað þetta frekar,  finnst mér… Meira