Sigurður Erlingsson - haus
10. október 2010

Frestaðu ekki lífinu !

Þegar við upplifum aðstæður eins og eru núna í þjóðfélaginu, erfiðleikar og vonleysi svo yfirgnæfandiabyrgd_1033677.jpg í öllum fjölmiðlum, þá er hætta á að við missum máttinn og frestum lífinu. Löngunin til að njóta lífsins og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum eru ekki til staðar.   Það er mjög mikilvægt að staldra við og átta sig á því hver eru raunverulegu verðmætin og hvað  tíminn og lífið er dýrmætt, hætta að slá öllu á frest.

Borðarðu einhvern tímann ís án þess að fá samviskubit og hugsa, hmm ég er nú of þung/ur? Ertu stöðugt að fresta því að fara í frí, þangað til þú hefur safnað nægum peningum fyrir fríinu eða bara þangað til stendur betur á?  Frestarðu skemmtilegum tækifærum, vegna þess að þú telur þig hafa annað meira áríðandi verkefni sem þarf að ljúka? Ég veit að ég er 100%  sekur um um þessi atriði núna.  

Lífið þitt líður hjá, á meðan þú finnur þér stöðugt afsakanir, engin veit sína ævi, svo það er rétt að njóta hverrar stundar með þeim sem skipta þig máli, núna strax.  Ekki vera of upptekinn að lifa lífinu þannig að þú sért alltaf að velta fyrir þér hvað aðrir eru að hugsa, eða hvernig þú heldur að aðrir haldi að þú eigir að lifa því. 
Þegar syrgjendur koma saman og kveðja látin ástvin, þá renna tárin yfir söknuði um orðin sem ekki voru sögð og hlutina sem ekki voru gerðir saman. Veltu því fyrir þér í smá tíma og komdu þér svo af stað að koma hlutunum í verk. 

Hvenær fékkstu þér seinast girnilega súkkulaðiköku? Hvenær komstu óvænt í heimsókn til vinar, sem þú ert búinn að ætla að heimsækja í marga mánuði eða ár? Hvað með að fara út með börnunum að leika, fara í bíó, hafa spilakvöld eða bara gera eitthvað sem ykkur finnst skemmtilegt? 

Ég hef lesið ófáar sögur um fólk, konur og menn sem eru komin á seinasta aldurskeið í lífinu sínu, þar sem það segir frá því hvað það sjái mest eftir í lífinu.  Þau óskuð sér að þau hefðu leikið sér meira. Þau óskuð sér að þau hefðu borðað meiri rjómaís án þess að vera með samviskubit. Þau óskuðu þess að þau hefðu ferðast meira og átt meiri og betri stundir með fjölskyldu sinni, maka og börnum.
Ég veit að það er auðvelt að líta til baka, en þegar þú ert í amstri dagsins þá er koma afsakanirnar endalaust um að gera þetta seinna, þegar betur stendur á.  Láttu ekki afsakanirnar standa í vegi fyrir því að þú njótir lífsins á hverjum tíma.
Í þessari viku skaltu leyfa barninu í þér að koma út að leika sér.

Nokkrir ráð fyrir vikuna:

1. Hvað er það sem þú hefur endalaust verið að fresta?

Hvað hefur þú endalaust verið að hugsa um að gera, en alltaf frestað?  Hefur þig langað að sjá einhvern stað? Hefur þið langað til að bjóða vinum í mat? Hefur þig langað til að fara helgarferð með fjölskyldunni eða eiga skemmtilega stund með makanum? Að halda endalaust áfram að tala um hlutina, lætur þá ekkert gerast hraðar.  Veldu eitt sem þig hefur lengi langað til að gera og framkvæmdu það.

2. Aðgerðarplanið.

Það er þýðingarlaust að tala um hlutina ef það fylgja ekki aðgerðir á bak við orðin. Ef þig hefur verið að dreyma um að eiga skemmtilega helgi með makanum, hvað þarf í raunveruleikanum til að það geti gerst?  Hvenær hafið þið lausan tíma, hvað mun það kosta, þurfið þið að spara eitthvað til að gera þetta raunverulegt.  Skrifaðu niður nákvæman lista yfir öll skrefin sem þið þurfið að taka til að þetta verið raunverulegt.  Athugið að það þarf ekki að kosta neitt nema tíma að gera skemmtilega hluti.  Að skrá markmið niður í hluta sem eru aðgengilegir, auka líkurnar til muna um að þú náir takmarki þínu. Nýtt þér draumaborðin á www.velgengni.is þar er aðgengilegt svæði til að skrá drauma sína og markmið og koma þeim í gang. Byrjaðu strax.

3. Skemmtu þér.

Hvenær kemur betri tími til að skemmta og leika sér, upplifa sig eins og barn aftur? Við erum aðeins að eldast,  svo er ekki tími núna til að snúa á tímann og leika sér.  Skrifaðu niður lista yfir það sem þig langar til að gera og þú hefur gaman af.  Fá sér bananasplitt. Sjá bíómynd.  Dekurdag í heilsuræktinni. Út að borða og gista nótt á hóteli. Prófa fallhlífarstökk eða svifflug.  Einsettu þér að fá meiri gleði inní lífið þitt.

Sókn er besta vörnin.


Gangi þér vel.

mynd
4. október 2010

Ástin er án skilyrða

Það er frábær tilfinning að finna ást í lífinu, að elska og vera elskaður. En ef við  elskum einhvern til að fá eitthvað í staðinn, erum við á rangri leið „ Ást er alltaf án skilyrða. "   „ Ást er alltaf án skilyrða. „ Gefðu þér smá tíma til að hugleiða þessa staðhæfingu, veltu síðan fyrir þér hvað þú telur að ást sé.   Hvað telur þú að ást sé?   >… Meira
mynd
30. september 2010

Þekkirðu gildi þín

Ég spjalla oft við fólk sem er  óánægt með lífið og þá stefnu sem það er að taka. Einn vinur minn sem er rúmlega fertugur,  hefur verið að klifra upp metorðastigann í starfi sínu og náð góðum árangri þar, en er samt vansæll. Eftir að við höfðum átt gott samtal um þetta og svarað erfiðum spurningum, fundum við út að þessi starfsdraumur var ekki hans, heldur var þetta draumur sem foreldrar… Meira
mynd
27. september 2010

Fyrirgefning

Engin getur breytt fortíðinni, en þú hefur vald til að ákveða hvernig þér líður varðandi hana, og það gerir gæfumuninn. Þú getur tekið í burtu alla þá orku sem þú hefur sett í þessar sársaukafullu minningar, og sæst við fortíðina.  Fyrirgefning læknar sekt og sár og gerir það hljóðlega, einslega og algjörlega. Fyrirgefning þýðir ekki að þú sleppir einhverjum, en meinar að hamingja þín er… Meira
mynd
22. september 2010

Hvernig lifir þú lífinu til fullnustu - hvernig á að njóta hvers dags

Getur þú ímyndað þér hvernig lífið þitt væri ef þú gætir átt og orðið allt sem þig langar til? Þar sem þú getur átt langt sumarfrí hvenær sem þig langar til? Átt hvernig bíl sem þig langar eða aðra veraldlega hluti sem þú vilt eiga? Eiga vel rekið fyrirtæki eða vera í uppáhalds starfinu? Það sem málið er að flest okkar eru ekki einu sinni nálægt því að upplifa það sem við viljum, mörg okkar eiga… Meira
mynd
20. september 2010

Nýr dagur

Hvert skipti sem við vöknum, höfum við möguleika á að gera daginn í dag að besta degi lífs okkar. Við eigum valkost í að gera þetta að góðum degi.  Við verðum að nota frjálsa viljann okkar og velja að gera þetta að besta degi lífs okkar. En hvernig gerum við þetta hvern morgun þegar vekjaraklukkan ýtir okkur út úr draumalandinu? Þegar ég vaknaði einn daginn, heyrði ég að það var rigning úti.… Meira
mynd
15. september 2010

Við getum ekki talað saman

Hvað eiga pör í raun við þegar þau segja, „ við getum ekki talað saman "? Skoðum frekar hvað þau meina með því að segja „ tala saman ." Allt of oft þegar annar aðilinn segir, „ við getum ekki talað saman ", er viðkomandi að meina„ ég get ekki fengið maka minn til að hlusta á mig og skilja hlutina frá mínu sjónarhorni." Og undir því er þetta, „ ef… Meira
mynd
11. september 2010

Þakklæti getur fært þér hamingju

Það að vera þakklátur, getur fært þér hamingju, innri frið og öryggi á erfiðum tímamótum, í uppnámi eða við missi.  Að velja frekar að vera þakklátur, mun hrinda af stað ótrúlegum jákvæðum breytingum í lífi þínu. Hér koma þrjú skref sem geta komið þér af stað. Prentaðu þau út, hafðu þau í vasanum og notaðu þau eins oft og þú þarft. Það að halda þakklætis dagbók mun í framtíðinni hjálpa þér að… Meira
mynd
9. september 2010

Sjálfstraust

Við þekkjum flest fólk sem virðist hafa mikið sjálfstraust í starfi, en þegar kemur að persónulegum samskiptum er það mjög óöruggt. Persónulegt sjálfstraust. Hvað skapar persónulegt sjálfstraust? Hvernig verður einstaklingur öruggur í að vera hann sjálfur? Ef þú hefur alist upp hjá foreldrum sem virtu þína innri hæfileika og voru fyrirmyndir fyrir innra sjálfsöryggi. Ýttu undir þína innri… Meira
mynd
6. september 2010

Að lifa hamingjusömu lífi

Að vera hamingjusamur er val og aðeins þú getur valið það fyrir sjálfan þig.   En til að geta upplifað hamingju, þá verður þú að upplifa að þú verðskuldir að vera hamingjusamur.   Sú tilfinning að upplifa sig ekki verðugan þess að vera hamingjusamur er algeng hindrun og lokar oft dyrunum að hamingunni hjá mörgum. Mundu að þú átt rétt á að upplifa hamingju og þú verðskuldar hamingju. Um… Meira