Ágreiningur, ögrun og misskilningur birtast oft í samböndum. Það skiptir máli að reyna að átta sig á stöðunni. Skilja ástæðuna fyrir hverri uppákomu, velja mjúka leið og læra skilning og samúð.
Þegar eitthvað gerist sem veldur okkur sársauka, vanlíðan eða uppnámi, þá byrjum við oft á að reiðast og rífast við þann sem við eigum í samskiptum við.Við upplifum okkur sem fórnarlömb eða að við höfum verið beitt misrétti með einhverum hætti, í staðinn fyrir að reyna að skilja.
Til að skilja þarf að leita eftir ástæðunni í aðstæðunum. Á bak við hverja athöfn er tilfinning eins og ótti, ást, óöryggi, kærleikur, sársauki o.s.frv. Hegðun hvers einstaklings er oft útkoma úr því hvernig honum líður innra með sér þá stundina. Það snýst kannski ekkert um þig. Ef þú getur skilið tilfinninguna sem liggur á bak við það sem virðist vera óréttlát og sársaukafull hegðun, þá myndir þú sjá að í flestum tilfellum að hegðunin er ekki persónuleg. Þú mun einnig hafa meiri samúð með til dæmis makanum þínum þegar þú hefur betri skilning á óttanum og óörygginu sem hann er að upplifa.
Við erum öll að upplifa ótta og stundum bregðumst við við þessum ótta. Hefur þú einhvern tímann verið í kassaröð í stórmarkaði og staðið fyrir aftan mjög erfiðan og dónalegan einstakling? Í stað þess að dæma hann fyrir hegðunina eða skammast yfir því að seinka afgreiðslunni með þessum látum, staldraðu við og veltu fyrir þér hvað gæti verið í gangi í lífi þessa einstaklings. Kannski var hann að fá slæmar fréttir. Kannski er hann undir miklu álagi og stressi og er alveg að brotna undan pressunni. Hann gæti verið veikur. Þegar einstaklinur upplifir andlega vanlíðan daglega, þá getur verið mjög erfitt að vera alltaf jákvæður.
Að taka eftir mögulegum ástæðum á bak við hegðun er ekki að láta viðgangast eða viðurkenna hegðunina, heldur að skilja og þar með geta sýnt skilning. Að geta sýnt skilning mun opna hjarta þitt fyrir öðrum. Með öðrum orðum það að þekkja maka þinn er að vera skilningsríkur, í stað þess að skamma og dæma. Það dregur úr spennunni og skapar tækifæri til að sleppa óttanum. Þú hefur mun meiri skilning á aðstæðunum.
Það að vera skilningsríkur er eitthvað sem þarf að vinna með, það kemur ekki í einu vettvangi. En ef þú velur að ástunda það, ef þú opnar hjarta þitt og ferð út úr því að dæma og skammast, þá muntu ná því. Um leið og þú nærð að tileinka þér þetta, þá mun fækka uppákomum, sárindum og misskilningi í sambandinu. Hjartað þitt mun opnast og umhyggja þín mun aukast. Og þú munt uppgötva að hlutirnir eru yfirleitt ekki persónulegir.