Sigurður Erlingsson - haus
3. september 2010

Að skilja sambönd

Ágreiningur, ögrun og misskilningur  birtast oft  í samböndum. Það skiptir máli að reyna að átta sigrifrildi_1022838.jpg á stöðunni.  Skilja ástæðuna fyrir hverri uppákomu, velja mjúka leið og læra skilning og samúð.

Þegar eitthvað gerist sem veldur okkur sársauka, vanlíðan eða uppnámi,  þá byrjum við oft á að reiðast og rífast við þann sem við eigum í samskiptum við.Við upplifum okkur sem fórnarlömb eða að við höfum verið beitt misrétti með einhverum hætti,  í staðinn fyrir að reyna að skilja.

Til að skilja þarf að leita eftir ástæðunni í aðstæðunum. Á bak við hverja athöfn er tilfinning eins og ótti, ást, óöryggi, kærleikur, sársauki o.s.frv.  Hegðun hvers einstaklings er oft útkoma úr því hvernig honum líður innra með sér þá stundina. Það snýst kannski ekkert um þig. Ef þú getur skilið tilfinninguna sem liggur á bak við það sem virðist vera óréttlát og sársaukafull hegðun, þá myndir  þú sjá að í flestum tilfellum að hegðunin er ekki persónuleg. Þú mun einnig hafa meiri samúð með til dæmis makanum þínum þegar þú hefur betri skilning á óttanum og óörygginu sem hann er að upplifa.

 Við erum öll að upplifa ótta og stundum bregðumst við við þessum ótta. Hefur þú einhvern tímann verið í kassaröð í stórmarkaði og staðið fyrir aftan mjög erfiðan og dónalegan einstakling? Í stað þess að dæma hann fyrir hegðunina eða skammast yfir því að seinka afgreiðslunni með þessum látum, staldraðu við og veltu fyrir þér hvað gæti verið í gangi í lífi þessa einstaklings. Kannski var hann að fá slæmar fréttir. Kannski er hann undir miklu álagi og stressi og er alveg að brotna undan pressunni.  Hann gæti verið veikur.  Þegar einstaklinur upplifir andlega vanlíðan daglega, þá getur verið mjög erfitt að vera alltaf jákvæður. 

Að taka eftir mögulegum ástæðum á bak við hegðun er ekki að láta viðgangast eða viðurkenna hegðunina,  heldur að skilja og þar með geta sýnt skilning. Að geta sýnt skilning mun opna hjarta þitt fyrir öðrum.  Með öðrum orðum það að þekkja maka þinn er að vera skilningsríkur, í stað þess að skamma og dæma.  Það dregur úr spennunni og skapar tækifæri til að sleppa óttanum. Þú hefur mun meiri skilning á aðstæðunum.

Það að vera skilningsríkur er eitthvað sem þarf að vinna með, það kemur ekki í einu vettvangi. En ef þú velur að ástunda það, ef þú opnar hjarta þitt og ferð út úr því að dæma og skammast, þá muntu ná því.  Um leið og þú nærð að tileinka þér þetta, þá mun  fækka  uppákomum, sárindum og misskilningi í sambandinu. Hjartað þitt mun opnast og umhyggja þín mun aukast.  Og þú munt uppgötva að hlutirnir eru yfirleitt ekki persónulegir.

mynd
1. september 2010

Njóttu lífsins !

Viltu vita hvernig átt þú að njóta lífsins, með því að yfirstíga hindrandi skoðanir?   Skoðanir okkar eða það sem við trúum mótar það hver við erum.  Það sem við trúum innra með okkur, verður það sem við sköpum í kringum okkur.  Það er stundum sagt að okkar innri hugarheimur skapi þann ytri.   Ef við höfum skoðanir og trú sem styður við okkur, sem eru í samræmi við drauma okkar… Meira
mynd
31. ágúst 2010

Tímaþjófar sem við getum útrýmt

Við lítum gjarnan á  of mikið sjónvarpsgláp, dagdrauma, eða allt sem ekki er virk notkun á mínútum og klukkutímum sem tímaþjófa. Hér eru nokkrir tímaþjófar sem þú hefur kannski ekki velt fyrir þér.   Slúður.   Hvað er málið?  Að flytja nauðsynlegar upplýsingar til viðeigandi aðila eða fólks er í lagi, en neikvætt slúður er misnotkun á tíma og eins og Ghandi sagði, eitt form af… Meira
mynd
30. ágúst 2010

Náðu árangri !

Til að ná árangri í  verkefnum sem við erum að vinna í, er eitt af lykil atriðunum að taka ábyrgð.  En hvað þýðir það og hvers vegna eru svo margir sem stíga ekki þetta skref. Þegar við tökum ábyrgð, þá fylgir því að við þurfum að fara að gera eitthvað, leita upplýsinga, hitta einhverja, taka ákvarðanir. Þetta er eitthvað sem við óttumst stundum, oftast vegna þess að við vitum ekki hvað… Meira
mynd
28. ágúst 2010

Þú getur það líka !

Hvar sem þú ert núna, líttu þá vel í kringum þig og taktu eftir öllum þessum ótrúlegu hlutum sem umlykja þig. Ég gerði það um daginn og ég varð alveg gagntekinn af þeirri uppgötvun að allt það sem ég sá var einu sinni aðeins mynd í huga einhvers sem gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn.  Tölvan á borðinu, ljósið sem lýsti upp herbergið, kúlupenninn fyrir framan mig, einangrunar kaffibollinn sem… Meira
mynd
26. ágúst 2010

Að öðlast virðingu annarra !

Við viljum öll njóta virðingar. Við vildum einnig getað haft stjórn á  hvort aðrir umgangist okkur með virðingu.  En er það raunhæft?   Einn félagi minn, köllum hann Jón, er með mjög ruglingslegar hugmyndir um þetta.  Hann trúir að fólk, sérstaklega konan og börnin hans, „ættu" að bera virðingu fyrir honum, og hann getur orðið mjög reiður ef þau koma ekki fram af… Meira
mynd
22. ágúst 2010

Að stunda helst aldrei kynlíf í sambandi.

Ein af algengustu kvörtunum sem hjónabandsráðgjafar heyra í ráðgjafaviðtölum er "við stundum næstum aldrei kynlíf." Þar sem þú gætir mögulega verið orðinn háður reiðinni og nöldrinu í kringum þetta , þá vildi ég vera alveg viss um að þú gerir ALLA réttu hlutina svo þú getir verið áfram reið/ur og pirr-uð/aður. 1.  Vertu reið/ur og nöldraðu. Gefum okkur það að reiði og nöldur eru… Meira
mynd
19. ágúst 2010

Ástæður þess að þú ert ennþá í sama farinu !

Ertu stundum að velta fyrir þér hvers vegna þú ert endalaust fastur í sama farinu.  Þú getur verið að gera allt rétt, farið á námskeið eða lesið bók og fylgt öllum reglunum í nokkurn tíma. Upplifað það þú sért að stíga öll réttu skrefin í átt að velgengni, en samt eru kominn í sama farið eftir smá tíma.  Ø  Alltaf blankur. Ø  Alltaf jafn þungur eða þyngri . Ø  Alltaf að… Meira
mynd
14. ágúst 2010

101 atriði sem ég ætla að gera í þessu lífi !

Jack Canfield sagði einu sinni við mig, Siggi eitt af því sem þú verður að gera er að útbúa lista yfir minnst 101 atriði yfir það sem þú vilt upplifa eða prófa í þessu lífi.  Það eru ótrúlega margir sem eiga sér drauma eða langar að upplifa eitthvað,, en ekki núna heldur einhver tímann seinna þegar betur stendur á.  Síðan vakna þeir upp og árin hafa flogið framhjá, og  tækifærin eru… Meira
mynd
12. ágúst 2010

Reiði

Hefur reiði vald? Upplifir þú þig með mikið vald þegar þú ert reiður? Svarið við þessum spurningum fer eftir því hvað þú meinar með valdi?   Vissulega getur þú hrætt og kúgað fólk með reiði þinni - sértaklega börn eða aðra sem eru líkamlega veikari en þú, eða fólk sem óttast höfnun.  Reiði - önnur en þegar einstaklingur bregst við óréttlátri hegðun eða gjörð - er einungs eitt form af… Meira