Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | Fjölskyldan | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Innlent

Á útihátíðum er lögregluhundinum Skara að mæta
„Hann er ungur í starfi þannig hann er bara rétt að byrja en hann er auðvitað búinn að fara í leitir svona almennt og vinna það vel,“ segir Heiðrún Huld Finnsdóttir, lögreglumaður á Egilsstöðum, um lögregluhundinn Skara sem er eini lögregluhundurinn á Austurlandi.
meira

Boðið grimmt til Þýskalands
Eygló Fanndal Sturludóttir, margverðlaunuð afrekskona í ólympískum lyftingum sem situr í tólfta sæti á heimslista, hefur fengið og þekkst boð um þátttöku í Bundesliga-landskeppninni þýsku sem er aðeins síðasta dæmið um hve grimmt Þjóðverjar bera í hana víurnar því á HM í fyrra var henni afhent boðsbréf á Pokal der Blauen Schwerter-mótið.
meira

„Fólk skemmtir sér mjög fallega“
„LungA er bara búið að ganga ótrúlega vel. Fólk skemmtir sér mjög fallega,“ segir lögreglan á Egilsstöðum um listahátíðina á Seyðisfirði sem er nú verið að halda í síðasta skipti.
meira

Skemmtiferðaskip á sextán hæðum sigldi til landsins
Þýska skemmtiferðaskipið Mein Schiff 7 kom nýlega við hér á landi í tvo daga en skipið, sem státar af 16 hæðum og rúmar 2.525 farþega, er nú á leiðinni til Danmerkur áður en það heldur aftur heim til Þýskalands, en það sigldi til Íslands eftir að hafa komið við í Noregi
meira

Tæpum 54 milljónum ríkari
Heppnin bankaði svo sannarlega upp á í kvöld hjá heppnum lottó-þátttakanda sem hafði keypt sér miða í Lottó-smáforritinu.
meira

Leitaði föður síns í kolröngu landi
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og tónlistarmaður, komst að því 41 árs gamall að hann væri ekki blóðskyldur föður sínum. Það kom róti á hann.
meira

Veðurguðirnir svíkja landann á mánudag
„Það er svolítið sagan í næstu viku. Suðlægar áttir. Vætusamt, einkum sunnan- og vestanlands,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um veðurhorfur landsins næstu daga.
meira

Ljósmyndir sýna að landið stækkar
Vel sést úr lofti hvernig landið stækkar og breytist þar sem landfyllingar hafa verið notaðar. Það sést vel þegar myndir úr safni Loftmynda eru skoðaðar og bornar saman.
meira

Segja Helga hafa gert sig vanhæfan
Hjálparsamtökin Solaris hvetja ríkissaksóknara til þess að taka ummæli Helga Magnúsar vararíkissaksóknara, sem samtökin telja að ýti undir fordóma og hatur í garð flóttafólks, til athugunar.
meira

Tefldu á Ingólfstorgi í blíðskaparveðri
Veður lék við skákmenn sem sóttu mót Skáksambands Íslands á Ingólfstorgi fyrr í dag. Alls tóku 33 þátt í mótinu og bar Arnar Gunnarsson sigur úr býtum.
meira

Fangaði rómantískt augnablik úr heita pottinum
Hilja Guðmunds var að taka því rólega í heita pottinum heima hjá sér þegar hún sá til ungs pars að reyna að ná myndum af sér með sólsetrið í bakgrunni. Hún ákvað að gera parinu greiða og reyna að fanga augnablikið
meira

Rannsaka meinta líkamsárás ferðamanna á mánudag
Þrír erlendir ferðamenn sem grunaðir eru um meiriháttar líkamsárás verða yfirheyrðir í dag og verður málið tekið til rannsóknar á mánudaginn.
meira

Síðasti dagur Lunga
Í dag lýkur 25 ára sögu listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði. Gamlir gestir sem sóttu hátíðina heim á árum áður hafa gert sér leið á hátíðina að nýju til þess að kveðja hana í hinsta sinn ásamt yngri gestum sem Þórhildur Tinna Sigurðardóttir og Helena Solveigar Aðalsteinsbur vonast til að taki við keflinu.
meira

Eigið framboð breytti sýn á alla frambjóðendur
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi, kveðst sjá alla frambjóðendur með öðrum augum eftir að hafa sjálfur boðið sig fram til embætti forseta Íslands.
meira

Hvarfið enn óupplýst 22 árum síðar
Sumarið 2002 hvarf selkópurinn Lúlli litli labbakútur með dularfullum hætti úr stíu sinni í dýragarðinum Slakka. Nú 22 árum síðar er enn ekki vitað hver afdrif Lúlla urðu en stofnanda Slakka grunar að hvarfið hafi borið að með glæpsamlegum hætti.
meira

Gætu myndast raðir á Hellisheiði
„Málningarbíllinn verður á ferðinni í dag laugardag á Vesturlandsvegi framhjá Rauðavatni, Helllisheiði og að Hveragerði.“
meira

Helgi svarar Oddi: Dylgjur og atvinnurógur
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sakar Odd Ástráðsson lögmann um dylgjur og atvinnurógur. Hann gagnrýnir Odd fyrir að saka sig um hatursorðræðu og blandar Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í umræðuna sem er móðir Odds.
meira

Þurfi jafnvel að draga fyrirtækið til ábyrgðar
Sökudólgur meiri háttar kerfisbilunar á hugbúnaði Microsoft verður að teljast netöryggisfyrirtækið Crowdstrike segir Theódór R. Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis og stofnandi Defend Iceland. Hann segir að kryfja þurfi málið til mergjar og að jafnvel þurfi að draga fyrirtækið til ábyrgðar.
meira

Framsóknarhúsið á Hverfisgötu er selt
Lg50, félag í eigu Avrahams Feldmans, rabbína gyðinga á Íslandi, hefur fest kaup á Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Kaupverðið er 325 milljónir króna alls, en félagið keypti bæði efri og neðri hæðina. Neðri hæðina keypti félag Feldmans af Skúlagarði hf
meira

Ávinna sér réttindi þrátt fyrir flutninga
Rúmlega 11 þúsund erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili hér á landi ávinna sér áfram lífeyrisréttindi úr íslenska almannatryggingakerfinu þrátt fyrir að hafa yfirgefið landið.
meira

fleiri