Ekki tíminn til að ræða kartöflu- eða rófurækt

Ástþór Magnússon mættir í Hörpu til að skila inn undirskriftalistum.
Ástþór Magnússon mættir í Hörpu til að skila inn undirskriftalistum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tilfinningin er æðisleg. Ég var sjöundi í röðinni [að skila inn undirskriftum] og það er verið að kjósa sjöunda forsetann. Ég hlýt því eiginlega að lýsa yfir sigri,“ segir Ástþór. 

Hann segir að sitt helsta stefnumál séu friðarmálin líkt og áður hefur komið fram.

„Núna blasir við okkur ógn utan úr heimi og talað jafnvel um að á okkur verði ráðist með kjarnavopnum. Hernaðarsérfræðingar telja meiri líkur en minni að stríð brjótist út á N-Atlantshafi á næstunni. Við getum því ekki verið í einhverjum huggulegheitum að tala um það hvort við eigum að rækta  kartöflur eða rófur á Bessastöðum. Við þurfum að nota embættið til að ná friðarsamningum til að afstýra þeirri hættu sem að okkur steðjar núna,“ segir Ástþór.

Nú ert þú að mælast með 1-2% fylgi. Hvernig ætlar þú að rífa þetta fylgi upp?

„Ég vil biðja fólk að lesa bókina Virkjum Bessastaði. Ég er viss um það að ef fólk les bókina, kynnir sér stefnumálin, þá fær það allt aðra sýn á þetta framboð,“ segir Ástþór. 

Þannig að ef allir landsmenn lesa Virkjum Bessastaði þá áttu möguleika?

„Þá vinn ég með yfirgnæfandi meirihluta,“ segir Ástþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert