Tæknin hefur breyst en bónusarnir ekki

Afköst í fiskvinnslu ráðast í dag meira af sjálfvirkum tækjum en af fimi fiskverkunarfólksins en gæðaeftirlit er orðið stærri hluti af störfunum á snyrtilínunni. Rekjanleiki hvers flaks og bita þýðir að hægt væri að þróa bónusakerfi sem byggðist bæði á magni og gæðum. Umhverfis- og öryggismál gætu líka verið hluti af hvatakerfinu.

Þrátt fyrir að fiskvinnslurnar hafi tekið miklum breytingum undanfarna áratugi hafa bónuskerfi fiskvinnslufólks haldist óbreytt. Heiðmar Guðmundsson, lögfræðingur hjá SFS, flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í síðustu viku og ræddi þar hvort rétt væri að endurskoða bónuskerfið, m.a. til að skapa hvata sem falla betur að tækni og vinnubrögðum nútíma fiskvinnslna.
Heiðmar Guðmundsson, lögfræðingur hjá SFS.
Heiðmar Guðmundsson, lögfræðingur hjá SFS.

„Afkastatengdar greiðslur í sjávarútvegi eiga sér mjög langa sögu og má t.d. finna heimildir frá því í kringum 1930 um bónusgreiðslur í síldarsöltun og vöskun á saltfiski. Gerðar voru umtalsverðar breytingar á bónuskerfinu árið 1987 og lauk með rammasamningum um hóplaunakerfi árið 1992,“ upplýsir Heiðmar.

Hóplaunakerfið byggist á nokkuð flóknum útreikningum þar sem allir starfsmenn hverrar fiskvinnslu deila með sér greiðslum úr einum potti. Greiðslurnar taka einkum mið af afköstum og tilteknir stuðlar eru notaðir til að reikna út hvað hver starfsmaður fær í sinn hlut.

„Síðan koma tölvuvæddar snyrtilínur til sögunnar og með þeim möguleikinn á að mæla bæði magn og vinnutíma hvers og eins. Frá 1997 hafa því starfsmenn snyrtilína fengið bónusa úr einstaklingskerfi til viðbótar við greiðslur úr hópkerfinu.“

Fiskvinnsla á Suðureyri. Öðruvísi bónusakerfi gæti skapað hvata til betri …
Fiskvinnsla á Suðureyri. Öðruvísi bónusakerfi gæti skapað hvata til betri nýtingar og meiri gæða. mbl.is/Golli

Meira en tíföld vinnslugeta

Til marks um þær breytingar sem hafa orðið í fiskvinnslunum nefnir Heiðmar að þar hafi starfað um 8.100 manns árið 1997, en 3.800 manns árið 2016. Sjálfvirkar vélar vinna í dag mörg erfiðustu verkin og þökk sé tækninni hefur vinnslugeta á hverja vinnustund starfsmanns farið úr 12 kílóum á klukkustund árið 1996 upp í 190 kíló í fullkomnustu fiskvinnslum árið 2017

„Störfin eru orðin annars eðlis og snúast meira um að staðsetja flökin rétt fyrir vélarnar og að hafa eftirlit með gæðunum. Þetta eru þýðingarmikil störf en það eru vélarnar sem ráða núna meiru um afköstin frekar en fimi verkunarfólksins,“ segir Heiðmar og bætir við að ákveðnar fiskvinnslur séu í dag með fastar bónusgreiðslur frekar en afkastatengdar.

Að mati Heiðmars getur verið mjög æskilegt að fiskvinnslur noti bónuskerfi sem hvetja til meiri afkasta og gæða. Hann segir áhugavert að skoða, núna þegar hægt er að rekja mjög nákvæmlega ferð hvers fisks og hvers bita í gegnum fiskvinnslurnar, hvort ekki megi t.d. láta gæðin vega þyngra í bónusaútreikningunum. Bónuskerfin eigi að þróast rétt eins og tæknin

„Frekar en að horfa á hversu miklu er afkastað, mælt í kílóum, væri jafnvel hægt að meta hvert stykki fyrir sig,“ segir Heiðmar en á Sjávarútvegsráðstefnunni sýndi hann m.a. hugmynd að einkunnatengdu bónuskerfi þar sem greiðslur hækka í takt við bætta nýtingu á fiskinum, en lækka ef bein eða blóð komast í gegnum gæðaskoðun. „Gæðin gætu vegið 50% í útreikningum bónusa og afköstin 50%.“

Ítarlegra viðtal við Heiðmar má finna í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu fimmtudaginn 21. nóvember.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »