Ekki greitt gjald af ólögmætum grásleppuafla

Grásleppusjómenn kvarta yfir því að bátar og skip án grásleppuleyfa …
Grásleppusjómenn kvarta yfir því að bátar og skip án grásleppuleyfa landi afla á markað og þurfi ekki að greiða sömu opinberu gjöld og veiðileyfishafar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Töluverð óánægja hefur verið meðal grásleppusjómanna með að skip og bátar án grásleppuveiðileyfa hafi getað landað fleiri tonnum af grásleppu sem meðafla og selt fyrir hátt verð á fiskmörkuðum án þess að hafa útgefin veiðileyfi fyrir grásleppuveiðar og án þess að þurfa að greiða af aflanum gjald. ÞAð þurfa þó grásleppusjómenn að gera af meðafla sínum.

Ástæða þess að slíkt er hægt er sú að grásleppan hefur ekki verið sett í kvóta, að því er fram kemur í svörum Fiskistofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Stjórn grásleppuveiða hefur hingað til miðast við sóknarstýringu á grásleppuvertíðinni. Takmarkaður fjöldi báta á rétt á að fá leyfi og veiðum er stýrt með fjölda daga. Miðað við það hefur ekki verið farið út í að leggja á gjald vegna ólögmæts sjávarafla á grásleppuafla sem veiðist utan veiðileyfa. Oftast er um að ræða óverulegan meðafla, t.d. við uppsjávarveiðar og fer grásleppan þá í bræðslu,“ segir Erna Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs hjá Fiskistofu.

Grásleppubátarnir hófu veiðar 20. mars, en skip og bátar án …
Grásleppubátarnir hófu veiðar 20. mars, en skip og bátar án veiðileyfa hafa landað nokkrum afla. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Spurð hvort Fiskistofa hafi íhlutast vegna skipa sem hafa landað töluverðu magni af grásleppu án þess að hafa tilskilin leyfi svarar hún því játandi. „Fiskistofa hefur haft afskipti af skipi sem þótti vera með óvenjulega mikinn grásleppumeðafla og bæði leiðbeint á vettvangi og einnig bréfleiðis.“

Hversu miklu magni þarf að landa af grásleppu áður en Fiskistofa grípur inn í? „Það er alltaf mat í hvert skipti.“

Nýlega var ítarlega fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg
20.5.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 575 kg
Steinbítur 429 kg
Keila 268 kg
Hlýri 58 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.333 kg
20.5.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 9.463 kg
Þorskur 2.701 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 88 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 12.428 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg
20.5.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 575 kg
Steinbítur 429 kg
Keila 268 kg
Hlýri 58 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.333 kg
20.5.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 9.463 kg
Þorskur 2.701 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 88 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 12.428 kg

Skoða allar landanir »