Greiddu rúma 10 milljarða í veiðigjöld

Veiðigjald á þorski verður 26,66 krónur á kíló á þessu …
Veiðigjald á þorski verður 26,66 krónur á kíló á þessu ári. Það er hæsta veiðigjald frá upphafi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 10,2 milljarða króna í veiðigjald á árinu 2023, er þetta um 30% meira var innheimt í veiðigjöld árið 2022 er fyrirtækin greiddu 7,9 milljarða. Þetta má lesa úr tölum Fiskistofu.

Þorskur skilar mestu í veiðigjöld árið 2023 og nemur upphæðin 4.022 milljónum króna, en árið 2022 var greitt 4.126 milljónir vegna þorskveiða. „Þennan mun má alfarið rekja til samdráttar í þorskafla, enda var sú upphæð sem fyrirtækin þurftu að greiða fyrir hvert kíló af þorski í veiðigjald hærri á árinu 2023 en árið á undan,“ segir í greiningu Radarsins.

Loðnuveiðar skiluðu svo næsthæstri fjárhæðinni og svo veiðar á ýsu.

Mynd/Radarinn

Hæsta veiðigjald á þorsk frá upphafi

„Í lok nóvember birti matvælaráðherra auglýsingu í Stjórnartíðindum um veiðigjald fyrir árið 2024. Gjaldið er auglýst sem krónur á kíló landaðs óslægðs afla en sú upphæð er nákvæmlega 33% af afkomu fiskveiða á árinu 2022.  Ljóst er að upphæð veiðigjaldsins hækkar á langflestum tegundum á milli ára líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Það kemur ekki á óvart, enda er gjaldið fyrir árið 2024 byggt á afkomu fiskveiða á árinu 2022, sem heilt yfir var gott ár í sjávarútvegi og afkoma af veiðum almennt betri en árið 2021,“ segir í greiningunni.

Bent er á að  afkoma af hverju lönduðu óslægðu kílói af þorski  var 58,1 króna á árið 2021 en var 80,8 krónur árið 2022. Veiðigjaldið hækkar því úr 19,17 krónum á hvert kíló af þorski á síðasta ári í 26,66 krónur árið 2024.

„Það er hæsta krónutala sem fyrirtækin hafa þurft að greiða í veiðigjald af þorski frá upphafi. Ef þorskaflinn yrði óbreyttur á milli ára myndi fjárhæð veiðigjaldsins af þorskveiðum enda í 5,6 milljörðum króna í ár. Óbreyttur afli á milli ára í hverri fisktegund myndi leiða til þess að heildarfjárhæð veiðigjalds yrði um 11,4 milljarðar króna í ár. En í þessum efnum ríkir óvissa og þá ekki síst varðandi útgáfu loðnukvóta í ár,“ segir í greiningu Radarsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »