Hér er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar

Suðurlandið kemur sterkt inn ef halda á í tjaldútilegu um …
Suðurlandið kemur sterkt inn ef halda á í tjaldútilegu um helgina. Samsett mynd

Íslendingar eru þekktir fyrir að elta veðrið í sumarfríinu, þá sérstaklega þegar kemur að tjaldútilegunni. Nú er komið að helgi og því um að gera að skoða hvar besta veðrið er að finna.

Samkvæmt tjaldvef Bliku verður besta veðrið hér.

Tjaldmiðstöðin Flúðum

Á Flúðum er von á góðu sumarveðri yfir helgina, frá 17 gráðum og léttskýjað á föstudeginum, upp í 22 gráður og heiðskírt á sunnudeginum. Þótt allt líti út fyrir að skýjað verði á laugardeginum er samt búist við allt að 18 gráðu hita. 

Tjaldsvæðið á Flúðum og rúmgott og fjölskylduvænt svæði við bakka Litlu Laxár. Á tjaldsvæðinu er aðgangur að heitu og köldu vatni, rafmagni og gjaldfrjálsri sturtu. Einnig er hér þvottavél til afnota, þráðlaust neit og hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu. 

Ljósmynd/Tjaldmiðstöðin Flúðum

Tjaldsvæðið við Faxa

Búist er við góðu veðri við Faxa yfir helgina. Vona er á allt að 17 gráðu hita og heiðskírum himni á föstudeginum og 22 gráðum og glampandi sól á sunnudeginum. Von er á að skýjað verði á laugardeginum en að hitastigið nái samt að 17 gráðum.

Tjaldsvæðið er á fallegu útsýnissvæði við bakka Tungufljóts, við fossinn Faxa og Tungnaréttir. Umhverfið er rólegt og fallegt og stutt er í alla helstu þjónustu. Á tjaldsvæðinu sjálfu er aðgengi að heitu og köldu vatni og rafmagni. Hundar eru leyfði á svæðinu.

Fossinn Faxi.
Fossinn Faxi. Ljósmynd/Tripadvisor

Úthlíð í Biskupstungum

Sumarblíðan er á Suðurlandinu, því von er á allt frá 17 gráðum á föstudeginum upp í 22 gráður á sunnudeginum í Úthlíð. Von er á skýjahulu á laugardeginum en þó ætti hitinn að komast upp í 17 gráður.

Tjaldsvæðið er á holtina fyrir neðan veitingastaðinn Réttina. Þar er eldunaraðstaða, aðstaða til að borða inni og vaska upp og aðgengi að rafmagni, ásamt því að inn í verðinu er innifalinn aðgangur að sturtu og heitum potti. Einnig er hægt að kaupa aðgang að þvottavél og þurrkara.

Ljósmynd/Úthlíð ferðaþjónusta

Stóri-Lambhagi í Hvalfjarðarsveit

Vesturlandið fær einnig að njóta sumarblíðunnar en á Stóra-Lambhaga er búist við allt að 19 stiga hita um helgina. Búast má þó við einhverri skýjahulu á laugardeginum og sunnudeginum en alltaf mun sjást í sólina.

Tjaldsvæðið við Stóra-Lambhaga er lítið svæði í rólegu umhverfi við þjóðveg 47 í Hvalfjarðarsveitinni. Á svæðinu er aðgengi að sturtu, heitu og köldu vatni og rafmagni. Hundar eru leyfðir á svæðinu.

Sólsetur við Stóra-Lambhaga.
Sólsetur við Stóra-Lambhaga. Ljósmynd/blika.is

Munaðarnes

Í Borgarfirðinum er von á sól og blíðu. Búist er við allt að tuttugu stiga hita á sunnudeginum og 15 til 19 stiga hita föstudag og laugardag. Búast má við einhverji skýjahulu á laugardeginum og sunnudeginum. 

Tjaldsvæðið í Munaðarnesi er staðsett ofan við sumarhúsabyggðina. Á svæðinu er aðgengi að köldu vatni og rafmagni, en engin sturtuaðstaða er til staðar. Hins vegar er ekki langt í sundlaugar á svæðinu. Hundar eru bannaðir á svæðinu. 

Tjaldsvæðið við Munaðarnes er kjarri vaxið.
Tjaldsvæðið við Munaðarnes er kjarri vaxið. Ljósmynd/blika.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert