Hvernig fæ ég hann til að hætta að daðra?

Margir halda að daður leiði til betri þjónustu.
Margir halda að daður leiði til betri þjónustu. Unsplash.com/Brooke Cagle

Kona er í vanda stödd. Eiginmaður hennar á það til að daðra mikið á ferðalögum. Hann segist gera það til að fá betri þjónustu. Konan leitaði ráða hjá ferðasérfræðingi The Times.

Maðurinn minn getur ekki hætt að daðra á ferðalögum. Hann daðrar við flugfreyjur, starfsfólk hótela og veitingastaða, þernur og aðra sem á vegi hans verða. Hann segist vera að heilla fólk til þess að það veiti okkur betri þjónustu. Mér finnst þetta hins vegar frekar asnalegt og niðurlægjandi. Þegar ég vek máls á þessu þá hlær hann bara og segist elska aðeins mig. Hvað get ég gert?

Svar ráðgjafans:

Almennt er ég mjög fylgjandi því að fólk lifi lífinu og daðri smá við hvort annað. En eins og á við um alla góða hluti. Þeir verða að vera einlægir og í meðalhófi. Of mikið af hinu góða er einfaldlega of mikið.

Reyndu að ræða opinskátt um tilfinningar þínar. Ef það virkar ekki þá þarftu að leika hans leik. Daðraðu við alla sem verða á vegi þínum. Hann skilur þá kannski að þetta sé kannski ekki alveg málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert