Snotri glæpamaðurinn dæmdur í fangelsi

Jeremy Meeks
Jeremy Meeks Af Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton

Glæpamaðurinn snotri sem varð frægur á einni nóttu þegar mynd af honum fór sem eldur í sinu um netheimana hefur verið dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi. Maðurinn, sem heitir Jeremy Meeks, hlaut dóm á fimmtudaginn sl. fyrir ólöglegt vopnahald. 

Lögreglan í Stockton í Kaliforníu birti mynd af Meeks á Face­book-síðu sinni í júní á síðasta ári sem fékk yfir 100 þúsund „like“ og hátt í 30 þúsund ummæli. Þar tóku marg­ar kon­ur til máls og höfðu orð á því hversu fagur­eygður Meeks væri og mynd­ar­leg­ur. „Ég er ást­fang­in af glæpa­manni,“ skrifaði m.a. ein kon­an. „Er hægt að hand­járna mig við hann“ sagði önn­ur. „Hann má ræna mér hvenær sem er,“ sagði sú þriðja.

Þá veltu sum­ar kon­urn­ar því fyr­ir sér af hverju hann væri á glæpa­braut­inni þegar hann gæti aug­ljós­lega átt far­sæl­an fer­il sem fyr­ir­sæta. 

Meeks var hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn lög­regl­unn­ar á rán­um og skotárás­um. Byss­ur fund­ust m.a. við hús­leit­ir í tengsl­um við málið. Talsmaður lög­regl­unn­ar í Stockt­on sagði að Meeks væri „einn hættu­leg­asti glæpa­maður í borg­inni.“

Banda­ríska frétta­stof­an ABC tók viðtal við Meeks í fang­els­inu þar sem hann beið eft­ir að réttað væri í máli sínu. Þar sagði hann meðal ann­ars að hann væri ekki þessi mikli glæpa­maður sem all­ir halda. „Ég kann að meta at­hygl­ina en ég vill bara að fólk viti að þetta er ekki ég, ég er ekki ein­hver höfuðpaur í glæpa­gengj­um.“ 

Samkvæmt frétt CBS fréttastofunnar komst Meeks á samning hjá módelskrifstofu í Santa Monica eftir að myndin af honum var birt, en það er þó ljóst að hann mun ekki sitja mikið fyrir á næstunni.

Frétt mbl.is: Fagureygður glæpamaður nýtur vinsælda

Frétt mbl.is: Styrkja myndarlega glæpamanninn

Frétt mbl.is: Gæti grætt milljónir á fyrirsætustörfum

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir