Fúsi sagður óvæntur gimsteinn

Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni.
Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni.

„Þetta er mynd sem á skilið breiðan markhóp og víðtæka dreifingu. Óvæntur gimsteinn og hápunktur kvikmyndahátíðarinnar í Berlín.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í kvikmyndagagnrýni Front Row Reviews um íslensku kvikmyndina Fúsa sem var heims­frum­sýnd á alþjóðlegu kvik­mynda­háttíðinni í Berlín á dögunum. Í umfjölluninni er Degi Kára hrósað fyrir vel unna mynd, og honum líkt við Moodysson og Vinterberg. Þá er Gunnari Jónssyni hrósað fyrir einstaklega náttúrulegan og góðan grínleik.

„Með söguþráð sem gæti gefið í skyn mjög þungt og þreytandi áhorf hefur Dagur Kári farið langt fram úr væntingum með því að gera ljúfa og blíða, en einnig gríðarlega fyndna kvikmynd.“

Fúsi seg­ir frá titil­per­són­unni Fúsa, sem er liðlega fer­tug­ur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föst­um skorðum og lítið sem kem­ur á óvart. Hann minn­ir á unga sem hef­ur komið sér þægi­lega fyr­ir í hreiðrinu og hef­ur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans fer allt úr  skorðum og hann þarf að tak­ast á við ým­is­legt í fyrsta sinn.

Gagnrýnandinn segir Fúsa sýna mannúðlega svipmynd af manni sem hefur margt á móti sér í lífinu. Í myndinni sé lögð áhersla á að sniðganga forsendur og fara heldur um raunhæfar en óvæntar slóðir. Kvikmyndin sé full af von, en þó sé ekki vikið langt frá myrku öflunum sem finna megi víða. 

Sjá umfjöllun Front Row Reviews hér.

Frétt mbl.is: Fúsi fékk sitt pláss

Frétt mbl.is: Vel tekið á móti Fúsa

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir