Gæti átt tilkall til auðæfa Prince

Aðdáendur Prince fyrir utan heimili hans.
Aðdáendur Prince fyrir utan heimili hans. AFP

Stúlka gæti átt tilkall til hluta af auðæfum söngvarans Prince. Hún er sögð vera barnabarn hálfbróður Prince, Duanes Nelsons. Líkt og áður hefur komið fram gerði söngvarinn ekki erfðaskrá áður en hann lést en að öllu óbreyttu eru erfingjar tónlistarmannsins alsystir hans og fimm hálfsystkini.

Nelson og sonur hans eru látnir. Lögfræðingur hefur lagt fram gögn því til sönnunar að stúlkan sé réttmætur erfingi Prince. Talið er að hún sé yngri en sextán ára.

Carlin Q. Williams, sem nú afplán­ar 92 mánaða dóm fyr­ir ólög­mæta eign skot­vopna, held­ur því fram að hann sé son­ur söngv­ar­ans Prince og þar með einka­erf­ingi.

Williams, sem fædd­ist árið 1977, seg­ir að móðir sín hafi eytt nótt með söngv­ar­an­um í Kans­as árið 1976. Ástafund­irn­ir eiga að hafa átt sér stað áður en frægðarsól söngv­ar­ans reis, þegar hann var 18 ára.

Ný­verið úr­sk­urðaði dóm­stóll í Minnesota að lög­mönn­um, sem vinna að því að greiða úr álita­mál­um er varða dán­ar­bú söngv­ar­ans, verði gert heim­ilt að nálg­ast blóðsýni úr hon­um ef fram­kvæma þurfi faðern­is­próf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka