Sex systkini Prince lögmætir erfingjar

Prince á tónleikum árið 1990.
Prince á tónleikum árið 1990. AFP

Dómari í Minnesota í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sex systkini tónlistarmannsins sáluga Prince séu lögmætir erfingjar hans.

Samkvæmt úrskurðinum hefur annað fólk núna eitt ár til að stíga fram og segjast vera afkomendur hans. Eftir þann tíma getur það ekki gert kröfu í dánarbú hans.

Prince fannst látinn í lyftu á heimili sínu 21. apríl 2016. Dánarorsök hans var of stór skammtur lyfja.

Á síðasta ári vísaði dómari í Minnesota frá málum 30 einstaklinga sem sögðust eiga kröfu í dánarbú tónlistarmannsins. Dómarinn fyrirskipaði að sex skyldu gangast undir erfðapróf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson