Þýðingarmiklar nælur á Óskarnum

Byssulöggjöf verður á meðal málefna sem búast má að stjörnurnar, …
Byssulöggjöf verður á meðal málefna sem búast má að stjörnurnar, að minnsta kosti hluti þeirra, veki athygli á þegar Óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. AFP

Afhjúpanir á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni undir merkjum #metoo- og Time´s Up-byltinganna hafa einkennt verðlaunahátíðir það sem af er ári í Hollywood. Hið sama verður uppi á teningnum í kvöld þegar 90. óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles en nú hefur annað eldfimt málefni bæst í hópinn sem má búast við að verði fyrirferðamikið, að minnsta kosti á rauða dreglinum og ef til vill í þakkarræðum.

Samtökin Everytown, sem vilja binda endi á ofbeldi tengt byssunotkun, hafa látið framleiða barmnælur, bandaríska fánann í appelsínugulum lit. Í umfjöllun Vanity Fair kemur fram að nælunum hafi verið dreift til umboðsskrifstofa í Hollywood. Það má því búast við að stjörnurnar, að minnsta kosti hluti þeirra, beri nælurnar í kvöld.

Tvær vikur eru frá því að fyrrverandi nemandi við framhaldsskóla í Flórída skaut 17 manns til bana og særði fjórtán í skotárás við skólann. Umræða um byssulöggjöf og byssueign er hávær sem aldrei fyrr og hefur framganga nemendanna sem lifðu skotárásina af vakið mikla athygli. Unglingarnir hafa stigið fram, bæði í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum í nafni hreyfingar sem hefur verið kölluð „Aldrei aftur“.

Frétt mbl.is: „Krakkarnir eru það sem hefur breyst“

Stjörnurnar í Hollywood hafa einnig tekið þátt í umræðunni og þá hafa leikkonurnar Julianne Moore, Emma Stone og Melissa McCarthy til að mynda gefið rausnarleg framlög til samtaka sem berjast fyrir endurskoðun á byssulöggjöf.

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Dolby-leikhúsinu í kvöld, venju samkvæmt, og hefst klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með athöfninni á Rúv og hefst útsending frá rauða dreglinum klukkan 00:15.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg