Einar greip í gítarinn og spilaði fyrir Grindvíkinga

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sló í gegn á árshátíð Ráðhússins í gærkvöldi er hann greip í gítarinn og spilaði lagið Suðurnesjamenn.

Mikil stemning var á árshátíðinni sem var í senn kveðjuteiti fyrir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar sem hefur haft aðsetur í ráðhúsinu undanfarna mánuði en flytur nú yfir í Tollhúsið. 

Sandra Barilli og Bergur Ebbi Benediktsson voru veislustjórar og gerðu stólpagrín að Einari. Sögðu þau Einar greinilega ætla sér að byggja upp tónlistarferilin samhliða borgarstjórastarfinu, enda ekki alltaf mikill stöðugleiki sem fylgir því að vera í pólitík. 

Einar lét þó ekki nægja að syngja um Suðurnesjamenn fyrir samkomuna heldur virkjaði hann einnig sinn innri Helga Björnsson og tók lagið Vertu þú sjálfur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav