Búast við „stórbrotinni“ hryðjuverkaárás á Bandaríkin

Osama bin Laden, foringi al-Qaeda.
Osama bin Laden, foringi al-Qaeda. AP

Al-Qaeda hefur stórfelld hryðjuverk á prjónunum, að því er fram kemur í Washington Times. Leyniþjónusta Bandaríkjanna segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að mikil hætta sé á „stórbrotinni“ hryðjuverkaárás í kringum kosningarnar í Bandaríkjunum 2. nóvember og embættistöku forsetans 20. janúar.

Embættismaður sem lesið hefur skýrslur leyniþjónustunnar að þessu lútandi segir að liðsmenn al-Qaeda séu hræddir um að trúverðugleiki samtakanna fari dvínandi þar sem þau hafi ekki gert meiriháttar árás síðan 11. september 2001. Annar segir að ekki sé ástæða til að ætla að handtökur al-Qaeda-liða í Pakistan og Bretlandi að undanförnu hafi nein afgerandi áhrif á starfsemi samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert