Telur að Fritzl eigi að vistast á sjúkrastofnun

Frá dómssalnum í St. Poelten í Austurríki þar sem réttað …
Frá dómssalnum í St. Poelten í Austurríki þar sem réttað er yfir Josef Fritzl. Reuters

Gert hefur verið hlé á réttarhöldum yfir Austurríkismanninum Josef Fritzl eftir að hann játaði sekt í öllum ákæruliðum og geðlæknir sem kallaður var fyrir dóminn sagði að Fritzl ætti heima á stofnun fyrir geðfatlaða ekki almennu fangelsi. Ef Fritzl verður úrskurðaður sakhæfur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir morð, nauðgun, þrælahald, sifjaspell, alvarlegar árásir og frelsissviptingu.

Sitja dómararnir þrír á rökstólum um framhaldið og spurningar sem þeir leggja fyrir kviðdóminn í málinu. Líklegt þykir að dómur í málinu falli á morgun.


Josef Fritzl
Josef Fritzl Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert