Ákærð fyrir „ferðatöskumorðið“

St Regis hótelið á eyjunni Balí.
St Regis hótelið á eyjunni Balí. Ljósmynd/vefsíða St Regis

Lögreglan á Balí eyju á Indónesíu hefur ákært hina nítján ára gömlu Heather Mack og 21 árs gamlan kærasta hennar fyrir „ferðatöskumorðið“. Ákæran er byggð á framburði vitna og sönnunargögnum af vettvangi að sögn fulltrúa lögreglunnar, en parið var handtekið á miðvikudaginn grunað um morðið. Þetta kemur fram í frétt Sky News.

Lík hinnar 62 ára gömlu Sheilu von Wiese-Mack, sem er móðir ungu konunnar, fannst í ferðatösku í farangursgeymslu leigubíls við St Regis lúxushótelið, en þar kom parið henni fyrir. Þau tilkynntu leigubílstjóranum að þau hygðust skrá sig út af hótelinu og kæmu síðan aftur í bílinn, en komu hins vegar aldrei til baka.

Samkvæmt niðurstöðum krufningar virðist Sheila hafa streist á móti áður en hún lést, en parið heldur því fram að ræningjar afi myrt hana og síðan flúið af vettvangi. Þessu trúa rannsakendur hins vegar ekki og benda m.a. á upptöku á öryggismyndavél þar sem mæðgurnar sjást rífast í móttöku hótelsins máli sínu til stuðnings.

Frétt mbl.is: Þrír hafi reynt að ræna mæðgurnar

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert