„Viltu að ég skjóti þig líka?“

Gíslar hlaupa út af kaffihúsinu.
Gíslar hlaupa út af kaffihúsinu. AFP

Maður sem að mætti Sheikh Man Haron Monis, manninum sem hélt fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney í dag, hefur nú sagt sögu sína. Craig Stoker var á leið út úr kaffihúsinu þegar að hann rakst á Monis. Stoker sagði The Daily Telegraph sögu sína fyrr í dag.

„Hann var í svörtum bol með hvítum stöfum á, ennisband og hélt á bláum poka,“ segir Stoker. „Pokinn rakst í mig og það var eitthvað hart í honum.“

Stoker brást ekki vel við því og segist hafa sagt Monis að fara varlega.

„Hann sneri sér við og sagði: „Viltu að ég skjóti þig líka?“,“ segir Stoker. „Ég horfði í augun á honum og það var óþægilegt.“

Frá kaffihúsinu fór Stoker á sjúkrahús í Sydney til þess að láta taka úr sauma. Honum brá skiljanlega þegar hann heyrði af umsátrinu. 

„Mér brá alveg rosalega. Ég ætla að kaupa mér lottó miða núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert