Engar ættleiðingar næstu þrjá mánuði

Talið er að einhverjir hafi þegar nýtt sér bága stöðu …
Talið er að einhverjir hafi þegar nýtt sér bága stöðu barnanna. AFP

Ríkisstjórn Nepals tilkynnti í dag að tekið hefði verið fyrir ættleiðingar í landinu næstu þrjá mánuði til að koma í veg fyrir mansal á varnarlausum börnum í kjölfar jarðskjálftana sem riðu yfir í apríl og maí. Talið er að einhverjir hafi þegar nýtt sér bága stöðu barnanna.

Þá þurfa börn sem ferðast án foreldra sinna að hafa leyfisbréf frá yfirvöldum í landinu meðferðis. Mikil áhersla verður lögð á landamæragæslu.

Nokkur lönd, þar á meðal Bretland og Bandaríkin, komu í veg fyrir ættleiðingar frá Nepal árið 2010 eftir í ljós kom að nokkur heimili fyrir munaðarlaus börn fölsuðu skjöl til að láta líta út fyrir að börnin ættu ekki foreldra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert