Loka KFC og Pizza Hut í Nepal

Fyrstu KFC og Pizza Hut-staðirnir voru opnaðir í Nepal árið …
Fyrstu KFC og Pizza Hut-staðirnir voru opnaðir í Nepal árið 2010.

Búið er að loka fjórum veitingastöðum KFC og Pizza Hut í Nepal. Deilt hefur verið um vinnutíma starfsfólksins en krafa varð gerð um að það þyrfti ekki að vinna lengur en til kl. 18 hvern dag svo það hefði tíma til að vinna á kvöldin við endurbætur á húsum sínum.

Fleiri en 8.700 manns létu lífið í tveimur stórum skjálftum sem riðu yfir Nepal í apríl og maí. Tæplega milljón hús eyðilögðust í skjálftunum. Yfirmenn og eigendur veitingastaðanna vildu ekki hleypa fólkinu heim en segjast nú neyðast til að loka stöðunum þar sem starfsfólkið vilji ekki starfa á kvöldin.

Fyrstu KFC og Pizza Hut-staðirnir voru opnaðir í Nepal árið 2010 og eru þeir einu alþjóðlegu staðirnir í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert