Smurður blóði annarra

Lögreglumenn rannsaka vettvang.
Lögreglumenn rannsaka vettvang. AFP

Það var hrein tilviljun að Daninn Lars Siefert var ekki nær sprengingunni við Erewan hofið í Bangkok í dag. Í viðtali við danska ríkissjónvarpið í dag greindi hann frá því að hann hefði stoppað til að spyrja til vegar þegar sprengjan sprakk, aðeins 100 metrum fyrir framan hann.

Samkvæmt AFP eru nú 19 látnir vegna árásarinnar og yfir 120 slasaðir.Sprengjunni var komið fyrir á mótorhjóli og þó svo að enginn hafi lýst yfir ábyrgð á verknaðinum segja yfirvöld árásina hafa beinst að útlendingum. Hann blindaðist af glampanum sem fylgdi sprengingunni og þeyttist í jörðina þegar höggbylgjan reið yfir.

„Þetta var svo kröftug sprenging að ég blést hreinlega um koll og það gerðist líka fyrir aðra. Það féll mikið til ofan á mig,“ segir Siefert. „Ég var smurður svo miklu blóði að ég var ekki viss um hvort ég væri sjálfur særður. En það kom í ljós að ég var það ekki. Þetta var blóð úr öðrum.“

Af þeim 19 sem staðfest er að hafi látist í sprengingunni voru 10 Taílendingar, einn Kínverji og einn Filippseyingur en óljóst mun um þjóðerni hinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert