Mannsins í gula bolnum enn leitað

Maðurinn í gula bolnum setti bakpoka undir bekk. Stuttu síðar …
Maðurinn í gula bolnum setti bakpoka undir bekk. Stuttu síðar sprakk sprengjan. AFP

Lögreglan í Taílandi segir að hvorugur þeirra manna sem handtekinn var í kjölfar mannskæðrar sprengjuárásar í Bangkok í ágúst, sé talinn hafa sprengt sprengjuna og flúið svo á vettvangi. Myndir af manni í gulum stuttermabol að setja bakpoka undir bekk náðust á öryggismyndavél. Stuttu síðar sprakk sprengjan.

Mennirnir tveir, sem voru handteknir, eru þó taldir tilheyra hópi sem skipulagði árásina sem gerð var þann 17. ágúst. Tuttugu manns létust. 

Miklar vonir voru bundnar við að mennirnir væru höfuðpaurar árásarinnar en í dag tilkynnti svo lögreglan að svo væri ekki. Mannsins í gula bolnum er því enn leitað.

Mennirnir tveir hafa verið nafngreindir en þjóðerni þeirra hefur enn ekki verið uppgefið. Þeir heita Yusufu og Karadag. Lögreglan telur nú ljóst að hvorugur þeirra sé maðurinn í gula bolnum.

Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir að hafa vopn í fórum sínum. Við húsleitir fundust meðal efni til sprengjugerðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert